Kirkjuritið - 01.03.1959, Page 46
Innlendar frétlir,
Séra Jakob Einarsson, prestur og prófastur á Hofi í Vopnafirði,
hefir fengið lausn frá embætti frá næstu fardögum að telja. Hefir
hann verið prestur frá 1917 og prófastur frá 1929.
Séra Þorvaröur Þormar prestur í Laufási hefir fengið lausn frá
embætti frá sama tíma. Hann hefir verið px-estur í 35 ár.
Frú Anna GuÖrún Þorkelsdóttir, ekkja séra Guðmundar Einars-
sonar prófasts á Mosfelli, andaðist 13. mai'z, 83 ára að aldri.
Frú AuÖur Gísladóttir, ekkja Árna prófasts Jónssonar á Skútu-
stöðum, varð níræð 1. marz.
Embœttispófi í guöfrœöi luku um miðjan vetur þessir menn:
Frank Halldórsson, Jón Sveinbjörnsson og Matthías Frímannsson.
LeiÖréttingar. 1 greininni Palestínuför eru þessar prentvillur: Á
bls. 444 stendur: Hic de virgine Maria Jesus Christus est, á að vera:
Hic de virgine Maria Jesus Christus natus est. Á bls. 446 stendur:
Það er nú baðstaður og ferðamannabær, á að vera: Þar er nú bað-
staður o. s. frv. Á bls. 448 stendur: blessandi, bjartur vitinn á Karmel,
á auðvitað að vera: blossandi, bjartur o. s. frv.
MeÖhjdlpari í 50 dr. Nú í febrúar voru liðin fimmtíu ár frá því
er Magnús Kristjánsson smiður varð meðhjálpari i Ólafsvíkurkirkju.
1 tilefni þess afmælis ávarpaði sóknarpresturinn, séx-a Magnús Guð-
mundsson, meðhjálparanum við guðsþjónustu. Þakkaði presturinn
Magnúsi starf í þágu kirkjunnar og safnaðarins og minntist þess
jafnframt, að hann hefði starfað lengst allra í sóknarnefnd kirkj-
unnar, en Magnús var formaður hennar í 19 ár. Sóknarpresturinn
afhenti Magnúsi sem gjöf frá söfnuðinum gestabók, með skrautrit-
uðu ávarpi, og tilkynnti, að síðar mundi honum verða afhentur út-
skoi'inn göngustafur. Magnús Kristjánsson er 83 ára að aldri.
Gjöf frd Borgfiröingafélaginu. Nýkomnar eru til landsins tvær
stórar og hljómfagrar klukkur, sem Borgfirðingafélagið gefur Hall-
grímskirkju í Saurbæ.
Næsta þing Lúterska heimssambandsins. Undirbúningur undir
næsta þing Lúterska heimssambandsins er þegar hafinn. Það á að
halda í Helsingfors árið 1963. Framkvæmdastjóri Heimssambandsins
hefir þegar verið í Finnlandi, en aðal forustumaður samtakanna
þar nú er Martti Simojoki biskup.