Kirkjuritið - 01.03.1959, Síða 47

Kirkjuritið - 01.03.1959, Síða 47
KIRKJURITIÐ 141 Erlendar fróííir. Séra Jón Bjarman var settur inn í Lundarprestakall i Manitóba með hátíðlegri athöín 3. febrúar. Var það löng messa, og prédikuðu forseti Kirkjufélagsins, séra Eric Sigmar, dr. Valdimar Eylands og séra Ólafur Skúiason. Séra Jón flutti ávarp og þjónaði fyrir altari. Hann æfist nú vel í enskunni. Una þau hjón hag sínum hið bezta. Vaxandi kirkjusókn í Danmörku. Erik Jensen, biskup í Álaborg, hefir skrifað merkilega grein, þar sem hann sýnir fram á það, að kirkjusókn fari i vöxt með Dönum á síðustu árum. Kristilegt œskulýösstarf í Osló. Johannes Smemo yfirbiskup Norð- manna telur kristilegt æskulýðsstarf eflast í Osló, og sé það einkum að þakka ungu skólafólki. Makaríos erkibiskup er nú kominn heim til Kýpur, og var fagn- að þar bæði sem frelsishetju og þjóðhöfðingja. Er hann óneitanlega eitt dæmi þess, hve margir kirkjuhöfðingjar fyrr og síðar hafa ekki aðeins verið andlegir leiðtogar, heldur líka brautryðjendur hvers konar frelsis og framfara. Deilur hafa staðið undanfarið um meyjarfæðinguna í brezkum blöðum. Ritstjóri höfuðmálgagns anglíkönsku kirkjunnar (The Church of England Newspaper) telur þá kenningu á veikum rökum reista — og virðist það almenn skoðun innan þeirrar kirkjudeildar. Canon Mervyn Stockwood hefir verið útnefndur biskup í South- 'vash á Englandi. Hann er kunnur prestur og rithöfundur. W. J. Rogers hét maður, er dó nýlega í Englandi, rúmlega níræð- Ur- Hann kvað hafa sungið i Shottermilikirkjukór í 81 ár. Mun það einsdæmi. Ökristilegri kúgun þeldökkra manna af hálfu hvítra manna í Af- ■'iku linnir ekki. Gætir þess hvað mest í Suður-Afríku og Nyasalandi. kíótmælaraddir heyrast margar einkum frá kennimönnum, en er ekki sinnt. Óséð, hve mikinn blett þetta setur á skjöld vestrænna manna — og verður að miklu vatni á myllu andstæðinga kristninn- ar- Mál, að senn linni. <-------------------------------------------------------------N KIIIKJURITIS Timarit gefið út af Prestafélagi Islands, kemur út 10 sinnum á ári. Ritstjórar Ásmundur Guðmundsson og Gunnar Árnason. Árgangurinn kostar 60 krónur. Afgreiðslu annast Elísabet Helgadóttir, Hringbraut 44, Reykjavík. Simi 14776. Pientsmiöjan Loiftur V J

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.