Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1959, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.07.1959, Blaðsíða 6
292 KIRKJURITIÐ ið hefir í vísindum og sögulegum fræðum frá þvi um siðbót, verður ekki kæfð, nema með hreinu afturhvarfi til ómenningar. AUur sannteikwr er af einni rót, og það hefir jafnan sannazt á, að sannleikurinn gerir oss frjálsa. Vér viðurkennum, að vart séu tvö laufblöð nákvæmlega eins, þegar vel er að gáð, og að hver einstaklingur sé með nokkrum hætti sérstæður og ólikur öUum öðrum. Hvi skyldum vér þá óttast nokkurn skoðanamun? Innan ríkis og kirkju verður jafnan ágreiningur meðál frjálsra þjóða, og blátt áfram kristileg skylda að get'a sér far um að sjá eininguna í margbreytninni. Þegar komið er úr liita bar- dagans, þá reynist hún ótrúlega mikil einingin, og állt það sem sameinar. Eitt af þvi sem vér getum fagnað um íslenzka þjóðkirkju er, að lvún þolir ágreining. Jafnvel á tímum ofstækis og þröngsýni, var hennar skjöldur hreinni en flestra annarra. Það er ekki ástæðulaust að nokkuð sé rætt um, að triiarfélög eigi erfiða aðstöðu á siðari timum. Trúarfélög hafa jafnan ágálla, sem þó verða ekki ráktir til lifandi trúar. Jafnvél sjálf erfðasyndin birtist stundum í vand- læting og hroka innan trúarfélaga eins og í öðrum mann- legum félagsskap. En sú hætta að heimta útrýming eða tortiming þeirra, sem á annan veg kunna að hugsa, er annars staðar ríkari en i kirkju nútímans, og í ýmsum efnum sjáum vér nú móta fyrir straumhvörfum í tíðar- andanum. Skynsemin skilar oss nokkuð á Teið, en með vaxandi þekkingu verður æ Ijósara, hve fjarri vér erum þvi að skilja hin hinztu rök náttúríegum skilningi, og hve skammt vér sjáum niður i undirdjúp vorrar eigin sálar. Þrá hjartans er þar fyrir ætíð hin sama, og vér biðjum þess, að kristileg kirkja megi í framtíðinni vera máttug i því, að veita þann frið, sem hver einstáknr og heimurinn altur þráir. Og eitt er vist, að hatur og styrjáldir verða þess áldrei umkomnar, að veita frið og jafnvægi, heldur sá kærleikur einn og miskunn, sem er kjami kristin- dómsins.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.