Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1959, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.07.1959, Blaðsíða 21
K.IRKJURITIÐ 307 hannsdóttur, bónda á Torfastöðum í Svartárdal, og áttu þau 2 dætur. Séra Björn var maður vel gefinn og ljúfmenni hið mesta, vin- sæll prestur og vel metinn, víðsýnn og frjálslyndur og prýði- lega ritfær. Hann minnti mig á orð Frelsarans: Sælir eru hógværir. Séra Jón Brandsson, prófastur frá Kollafjarðarnesi, lézt 8.' janúar, nær 84 ára að aldri, fæddur 24. marz 1875. Hann vígð- ist til Tröllatunguprestakalls í Steingrímsfirði 11. sept. 1904 og þjónaði því óslitið til fardaga 1951. Hann var jafnframt pró- fastur 30 síðustu árin. Aukaþjónustu annaðist hann nokkur ár í Staðarprestakalli í Steingrímsfirði. Hann kvæntist 1908 Guðnýju Magnúsdóttur, bónda í Miðhús- um í Hrútafirði, og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust 9 börn. Séra Jón var ástsæll af söfnuðum sínum, enda skyldurækinn og áhugasamur prestur. Húsvitjanir rækti hann mjög, og fögn- uðu menn komu hans á heimilin, þótti sem hann flytti birtu í bæinn. Var hans mjög saknað, er hann fluttist úr prestakallinu. Séra Friörik Rafnar, vígslubiskup á Akureyri, lézt 21. marz, 68 ára að aldri, fæddur 14. febr. 1891. Hann vígðist prestur til Útskálaprestakalls 1. júní 1916 og þjónaði því til 1927. Þá gerð- ist hann prestur á Akureyri, en jafnframt hafði hann auka- þjónustu á hendi nokkurt skeið í Grundarþingum árin 1931—32 og 1936. Hann tók sæti í stjórn Prestafélags Hólastiftis 1928 °g var formaður þess frá 1937. Sama ár var hann kjörinn vígslubiskup í Hólastifti hinu forna og vígður biskupsvígslu að Hólum. Hann var skipaður prófastur í Eyjafjarðarprófasts- dæmi 1941. Hann fékk lausn frá prests- og prófastsstörfum 1- nóv. 1954, sökum vanheilsu, en var vígslubiskup til dauðadags. Auk þessara starfa voru honum falin mörg trúnaðarstörf. Ýms- ar ræður, ritgerðir og bækur liggja ennfremur eftir hann á Prenti. Hann kvæntist 1916 Ásdísi Guðlaugsdóttur, bæjarfógeta á Akureyri. Þeim varð ekki barna auðið, en ólu upp 3 fóstur- börn. Séra Friðrik var framúrskarandi dugmikill og ágætur prest- ur. góður kennimaður, og fóru öll prestsverk honum prýðilega Ur hendi. Hann var vel fallinn til kirkjulegrar forystu, mikils virtur, lærður í kirkjulögum, vinsæll kirkjuhöfðingi.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.