Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1959, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.07.1959, Blaðsíða 44
330 KIRKJURITIÐ bókasafnið í einstaklings eign á landinu. Og hann vissi, hvernig átti að koma því fyrir og nota það. Jafnframt kom hann lagi á sýslubókasafn Skagfirðinga, og fyrir nokkrum árum var hann skipaður í nefnd til að undirbúa almenningsbókasöfn, og hafa tillögur hennar verið samþykktar og haft þegar mikil og góð áhrif. Hann var og í stjórn Sögufélags Skagfirðinga, og honum mest að þakka m. a., að Skagfirzk ljóð komu út 1957. Enn var hann í stjórn Guðbrandsdeildar og Prestafélags Hóla- stiftis. Merkilegt, að þessi maður var ekki heilskyggn mörg síðustu árin. Enginn sá það né heyrði á honum í stólnum. En ef hann leit á blað eða bók, varð hann að grípa til eins konar kíkis. Hann leitaði árangurslaust bóta við þessu böli, — en ég man ekki, hvort ég heyrði hann nokkru sinni minnast á það að fyrra bragði, hvað þá mögla yfir því. Séra Helgi ritaði mikla og góða bók um samsýslung sinn, Bertel Thorvaldsen, sem kom út í vandaðri útgáfu 1944 og mun lengi halda gildi. Talsvert ritaði hann fleira í blöð og tímarit, og þó færra en skyldi, því að til þess var hann mjög vel fallinn. Og hann gat líka ort vel, þegar hann bar það við, en greip aðeins til þess og gat þess enn sjaldnar. Hér er eitt kvæða hans: Gömul mynd. Gömul mynd í gömlum sumarblæ á gömlu vori, sem er löngu horfið. Það fellur lækur fram hjá grónum bæ og fjallið gnæfir yfir vindum sorfið. Við lækinn situr mey með vor á vör, og vatnið teygar hennar bros af munni, og hvergi bregður skugga af skýjaför frá skærum himni niðrað djúpsins grunni. Og ferðamaður fór um dalsins veg og festi þessa mynd í hjarta sínu: í gliti ofið geislar, bros og tár.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.