Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1959, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.07.1959, Blaðsíða 18
304 KIRKJURITIÐ þingsal þess í Minneapolis sumarið 1957 blöstu þessi orð við öllum: Kristur frelsar og sameinar. Síðan hafa þau, að því er ég bezt veit, orðið Sambandinu leiðarljós. Það eru ekki trú- fræðijátningarnar fyrst og fremst, sem sameina, heldur reynsl- an, að Kristur er Frelsarinn. Kærleiksfórn hans, líf, dauði og upprisa vísar veginn: Allir eiga þeir að vera eitt. Á öld sundr- ungar, haturs og styrjalda er það hann einn, sem megnar að sameina. í sama streng tekur Lambethþingið í Lundúnum á síðast- liðnu sumri, er 311 biskupar sóttu frá mörgum þjóðlöndum. Segir svo í skýrslu þess: „Einingin, sem vér leitum, er eining allrar kirkju Krists, eining í lifandi kristindómi, í hlýðni við Krist á öllum sviðum mannlífsins. Vér vinnum að einingu bisk- upakirkjunnar og annarra kirkjudeilda . . . að einingu við grísk- kaþólsku kirkjuna og aðrar fornar kirkjudeildir. Og vér von- um og biðjum, að djúpið verði brúað milli kirkju vorrar og Rómarkirkjunnar .. . Einnig með kristnum kirkjum á að vera lifandi eining í kærleik Krists, í fylgd við hann og þeirri þjón- ustu, að hver beri annars byrði.“ Jafnvel rómversk-kaþólska kirkjan gerist nú eftir páfaskipt- in víðfeðmari en áður og virðist snortin anda samvinnu einnig við aðrar kirkjudeildir. Páfinn nýi, Jóhannes XXIII., ákveður að boða til allsherjar kirkjuþings kaþólskra forystumanna, en slíkt þing hefir ekki verið haldið 90 síðustu árin. Markmiðið er, eins og páfinn kemst sjálfur að orði, ,,að bjóða hinum tvístruðu trúarbragðafélögum að leita þeirrar einingar, sem svo margir góðir menn þrá víðs vegar um heim“, að efla einingu kirkj- unnar á jörðu, ekki aðeins rómversk-kaþólsku kirkjunnar inn- byrðis, heldur og við grísk-kaþólsku kirkjuna og Mótmælenda- kirkjurnar. Rómarkirkjan sér, að hún á einnig sök á því, að kirkjur þjóðanna hafa ekki sameinazt um að stöðva styrjaldir til endimarka jarðar. Kveinstafirnir þagna ekki: Herra, ef þú hefðir verið hér, væri bróðir minn ekki dáinn. Kristur er eina vonin. Þar sem hann er í raun og sannleika, þar er einnig eining. Og einingarstarfi Alkirkjuráðsins eykst þróttur meir og meir. Síðan það var stofnað fyrir rúmum áratug, hefir kirkjufélög- um þess fjölgað úr 140 í 171. Þegar við stofnun þess er grund- vellinum lýst með þessum orðum: „Guð hefir gefið lýð sínum einingu í Jesú Kristi, einingu, sem er sköpun hans en ekki af-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.