Kirkjuritið - 01.07.1959, Blaðsíða 38
Þakkir að skilnaði.
24. júní 1959.
Náð Guðs og friður sé með ykkur.
Það líður að lokum prestastefnunnar, og ég þakka samver-
una á henni og samstarfið. Síðast en ekki sízt þakka ég þær
ræður, sem hér hafa verið fluttar af forseta íslands og bisk-
upi, og þann heiður og vinsemd, sem forsetahjónin hafa sýnt
okkur með því að bjóða okkur hingað heim, svo að við getum
slitið prestastefnunni hér.
Okkur er það sæmd að mega telja forsetann einn af oss, og
ljóst tala verk hans hér um ást hans á kristni og kirkju, og
ber þetta hús vitni um frábæra umhyggju hans fyrir því, sam-
fara listhneigð hans og listasmekk.
Ég hygg það mikla gæfu íslandi, að fyrstu forsetar þess
hafa viljað fyrst og fremst eflingu kristindóms með þjóðinni
og af alhug getað tekið undir orð Páls postula: „Ég fyrirverð
mig ekki fyrir fagnaðarerindið, því að það er kraftur Guðs til
hjálpræðis hverjum þeim, sem trúir.“ Vil ég óska þess og biðja,
að forsetar okkar á komandi árum verði allir kristnir menn,
er hvetji þjóðina til trúar og siðgæðis — göngu á Guðs vegum.
Eftirmanni mínum í biskupsembætti vil ég árna heilla og
blessunar, guðrækni hans og trúaráhuga hafa nú opnazt víðar
og verkmiklar dyr. Ég bið Guð að gefa honum að líta jafnan
á kjarna hvers máls og treysta því, sem gott er, í hjörtum
mannanna. Það eitt er vænlegt til sigurs í baráttunni fyrir heill
og innra frelsi kirkjunnar. Þannig er unnt að eignast hið æðra
réttlæti, sem er meginþáttur í boðskap Krists. Ég óska eftir-
manni mínum þess, að hann megi hverju sinni sjá glöggt þau
spor, sem þarf að stíga á næsta áfanga, og eignist þrótt frá
Guði til þess að stíga þau.
Ég minnist þess, bróðir, er þú sagðir þegar eftir biskups-
kosning þína: „Hver mundi sá, er fær þann hirðisstaf í hend-