Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1959, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.07.1959, Blaðsíða 23
KIRKJURITIÐ 309 tryggur vinur í raun og skapgerðin traust, söngelsk og fríð sýnum. Frú Rebekka Jónsdóttir, ekkja séra Guðmundar Guðmunds- sonar í Gufudal, andaðist 29. maí 94 ára að aldri, fædd 15. maí 1865. Hún var gáfukona mikil, sem hún átti kyn til, og dreng- ur góður, fríð sýnum og prýðilega máli farin. Frú Guörún Hermannsdóttir, ekkja séra Eggerts Pálssonar á Breiðabólsstað, lézt 4. þ. m., 93 ára að aldri, fædd 18. marz 1866. Hún var rausnar og höfðingskona, vinmörg og mikils virt. Vér biðjum Guð að blessa þessar konur og vottum þeim virð- ingu og þökk með því að rísa úr sætum. Lausn frá prestsskap. Lausn frá prestsskap fékk frá síðustu fardögum séra Jakob Einarsson prófastur á Hofi í Vopnafirði. Hann vígðist þangað aðstoðarprestur föður síns 1917 og þjónaði prestakallinu jafn- an upp frá því. Ennfremur hafði hann á hendi aukaþjónustu í Skeggjastaðaprestakalli árin 1936—1943. Hann var prófastur Norður-Múlaprófastsdæmis 1929—1959. Hann hefir verið framúrskarandi áhugasamur og skylduræk- inn starfsmaður kirkjunnar, vinsæll og velmetinn og prýði stéttar sinnar. Frá sama tíma hefir séra Þorvarður Þormar í Laufási feng- ið lausn. Hann vígðist til Hofteigsprestakalls 4. júlí 1924. Fékk veitingu fyrir Laufásprestakalli frá fardögum 1928. Aukaþjón- ustu hafði hann á hendi í Draflastaðasókn 1940—1941 og 1942 —1946. Séra Þorvarður hefir unnið starf sitt af skyldurækni og sam- vizkusemi og hlotið almanna viðurkenningu sem valmenni og prúðmenni. Enn lætur af prestsskap séra Ingólfur Ástmarsson á Mosfelli í Grímsnesi. Hann vígðist prestur í Staðarprestakalli í Stein- grímsfirði 1942. Fékk veitingu fyrir Mosfelli í Grímsnesi 1948. Hann hlýtur nú annað starf í þjónustu kirkjunnar, biskupsrit- araembættið. Séra Ingólfur hefir jafnan verið vinsæll og vel uietinn bæði sem prestur og kennari. Séra Sveinn Víkingur lætur af biskupsritaraembætti eftir 37 úra starf í þjónustu kirkjunnar. Hann var prestur í Skinna-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.