Kirkjuritið - 01.07.1959, Blaðsíða 39
KIRKJURITIÐ
325
ur, sem gengið hefir úr einni sterkri greip til annarrar í rás
nálega þúsund ára, að hann hljóti ekki að spyrja sjálfan sig:
Hver er ég þess að takast þetta á hendur?“ Ég hefi oft fundið
til hins sama. En ráðið er það að hætta alveg að treysta sjálf-
um sér og treysta í þess stað Guði fullkomlega. Þá fæðist í
hjartanu það traust hægt og hægt, sem á rétt á sér og megnar
mikið, — getur jafnvel, samfara kærleikanum, flutt fjöll erfið-
leikanna úr stað. Mörg vandamál bíða þín. Fram úr þeim verð-
ur bezt ráðið í bæn fyrir augliti Guðs. Einhverju sinni heyrði
ég gamlan prest segja: Undirbú þú á hnjánum prédikun þína.
Það á ekki síður við um biskupsstörfin. Ég óska þér hins sama,
sem mér var óskað við vígslu mína, að þú megir verða „Guðs
miskunn alla vega umkringdur".
Samstarfið og samskiptin við ykkur prestana hafa mér fall-
ið ljúft og vel, og ég á ykkur mikla góðvild og ástúð að þakka.
Flestir ykkar eru einnig nemendur mínir, og tuttugu hefi ég
vígt prestsvígslu. Þannig eru náin böndin, sem tengja okkur
saman, og ég veit, að þau slitna ekki.
Gott veganesti í prestsstarfinu er áminning Páls postula:
„Stunda þetta, ver allur í þessu.“
Þannig lifði hann sjálfur allt frá því, er leiftraði um hann
ljós af himni sólu bjartara og Kristur kallaði hann til fylgdar
við sig. Hann vissi, að Kristur krafðist þessa af lærisveinum
sínum. „Leitið fyrst Guðs ríkis“, hafði hann sagt. „Látið hina
dauðu jarða sína dauðu, en far þú og boða Guðs ríki.“ Og: „Eng-
inn, sem leggur hönd sína á plóginn og lítur aftur, er hæfur
til Guðs ríkis. Hann sá Krist ganga á undan sér í krafti Guðs
°g vildi, að allir leituðust við af fremsta megni að feta í fót-
spor hans. Heilindi hugarfarsins og lífernisins færu saman.
Menn legðu sig alla fram.
Ef svo er unnið prestsstarfið, er það unaðslegt og sælt, en
slælega rækt aumast allra starfa.
Hvað þarf til þess að stunda það vel?
Sænskur biskup hefir ritað bók, er hann nefnir: „Köllun vor“.
Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að köllun allra kristinna
manna sé í dýpstum skilningi ein og hin sama, jafnt presta og
annarra. Og hún er þessi: Að lifa hvern dag í ljósi Guðs og
fyrirgefningar syndanna, þ. e. horfa við honum eins og blóm
við sólu, vermast kærleik hans, sem birtist með dýrlegustum