Kirkjuritið - 01.07.1959, Blaðsíða 40
326
KIRKJUKITIÐ
hætti í fyrirgefningu hans, og láta það ráða framkomu og
breytni dag frá degi við aðra menn og allt, sem lifir, biðja
þannig og iðja.
Áætlanir langt fram í tímann stoða oft lítt. Meira er um
það vert að miða starfið við líðandi dag, líkt og Kristur kenndi,
er hann mælti: Hverjum degi nægir sín þjáning. Leitazt skal
við að vinna hvert verk hins líðandi dags eins vel og fremst
er unnt. Svo verður æfistefnan skýrari og ákveðnari en unnt
er á nokkurn annan hátt.
Þannig eiga allir að stunda prestsstarf sitt, boða fagnaðar-
erindi Krists í verki og sannleika.
Sú er hugsjónin æðsta.
Fyrir 44 árum þennan dag vígðist ég prestsvígslu og valdi
mér að texta orð Páls postula: „Ég fyrirverð mig ekki fyrir
fagnaðarerindið, því að það er kraftur Guðs til hjálpræðis
hverjum þeim, sem trúir.“ Ég var hrifinn af orðunum. Mér
fannst það vera dýrlegt hlutverk að boða fagnaðarerindi Krists.
Og ég reyndi að lýsa því, hvernig það yrði kraftur Guðs til
hjálpræðis. En undir lok ræðunnar greip hugsunin mig með
miklum alvöruþunga: Ó, að fagnaðarerindið þurfi aldrei að
fyrirverða sig fyrir mig. Ég bað þess þá og bað söfnuðinn í
kirkjunni að biðja með mér.
Síðan hefi ég oft beðið þeirrar bænar, stundum með orðum
25. Sálms:
Til þín hef ég sál mína, Drottinn, Guð minn.
Þér treysti ég, lát mig eigi verða til skammar.
Hver sá, er á þig vonar,
mun eigi heldur verða til skammar.
Ég hygg, að engum af oss sé vanþörf að biðja svo, og sú bæn
geti orðið oss hin sterkasta hvöt og hjálp til þess að stunda
köllun vora, leggja allt fram í þjónustu hennar.
Ég hlýt einnig að beina máli mínu til ykkar, beztu vina okk-
ar á jörðu, eiginkvenna okkar, sem Guð hefir gefið okkur til
þess að standa við hlið okkar, veita okkur hjálp og leiða bless-
un yfir líf okkar. Vissulega hefir Guð falið ykkur sömu köll-
unina sem okkur og að ýmsu leyti hafið þið rækt hana betur
og verið okkur fremri um margt. Prestar íslands hafa verið
taldir beztu verðir menningar þjóðar okkar. Prestskonurnar