Kirkjuritið - 01.07.1959, Blaðsíða 16
302
KIRKJURITIÐ
auðsvarað. En djúp alvöruorð eru rituð á auðnirnar um af-
máðar minningar horfinna alda.
Þegar ég kom frá þessum alvöruorðum íslenzkrar náttúru
og sögu til guðsþjónustuhalds ykkar, á þjóðhátíðardeginum
og vígsludeginum í dag, fann ég þó svar. Þessi guðsþjónusta
kom mér ekki ókunnuglega fyrir. Ég kunni mörg sálmalögin
og gladdist yfir öðrum, sem ég kannaðist ekki við. Ég gat
komizt til skilnings á sálmunum, og sumt var mér gamalkunn-
ugt. Kirkjan sjálf, gangur altarisþjónustunnar, búningur prest-
anna —allt þetta sagði við mig: Sá staður er til, þar sem við
höfum gefið og þegið sem kristnir bræður. í kirkju Guðs höf-
um við skipzt á þeim auðæfum, sem hann hefir trúað oss fyrir.
Vér höfum gefið yður sálma Brorsons og Grundtvigs, og þið
okkur sálma Hallgríms Péturssonar. Friðrik Friðriksson finnst
okkur við eiga með ykkur.
En, bræður íslenzku kirkjunnar, við eigum enn aðeins upp-
haf þess samfélags, sem við skuldum hverir öðrum. Nú, þegar
ekki er lengur farið frá Reykjavík til hinna Norðurlandanna
en áður var riðið frá Hlíðarenda að Bergþórshvoli, verðum við
að verja meiri tíma til þess að kynnast hverir öðrum, til meiri
þroska og meiri auðlegðar í samfélagi við Guð. Við verðum
að leita speki og hollráða hvorir til annarra, svo sem þeir gerðu,
Gunnar og Njáll.
Ég flyt kveðju dönsku kirkjunnar. Ég óska biskupnum ykkar
nýja Guðs blessunar, kraftar andans og kærleika og vizku til
þess að leysa af hendi hlutverkið mikla og erfiða, sem fram-
undan er. Ég óska þér þess, Sigurbjörn Einarsson, að árin, sem
Guð gefur þér til biskupsþjónustu á íslandi, auðkennist af krafti
fagnaðarerindisins og gleði Andans yfir íslenzku kirkjunni.
Verði einnig samfélag hennar við hinar Norðurlandakirkjurnar
nánara og auðugra. Við hátíðina eftir biskupsvígslu sjálfs mín
sagði Eidem erkibiskup við mig, að ég væri ekki aðeins vígður
biskup dönsku kirkjunnar, heldur kirkju Norðurlanda. Þess
vegna hlýt ég að hafa leyfi til þess að bjóða þig velkominn í
dag, ekki aðeins sem biskup í kirkju íslands, heldur einnig í
kirkjum Norðurlanda.
Guð blessi kirkju íslands og biskup hennar hinn nýja.
Halfdan Htgsbro.