Kirkjuritið - 01.07.1959, Blaðsíða 26
312
KIRKJURITIÐ
Svo er einnig Borgarneskirkja, sem ég vígði á uppstigningar-
dag 7. maí. Hún rís hátt á einum fegursta stað kauptúnsins,
mikið og vandað hús bæði utan og innan. Er nú liðinn tæpur
aldarþriðjungur frá því, er fyrst var vakið máls á því að reisa
kirkju í Borgarnesi. Síðan hefir málinu miðað áfram hægt og
örugglega, unz marki er náð.
Báðum þessum kirkjum hafa verið gefnir margir, ágætir
gripir.
í síðustu sýnódusskýrslu minni gat ég ýmissa kirkna og kap-
ellna, sem væru í smíðum. Fullgerðar eru að kalla en óvígðar
enn Dalvíkurkirkja og Skálmarnesmúla, Sólheimakapella og
Núpsstaðar. Margar aðrar eru í smíðum og byggingu þeirra
komið lengra eða skemmra. Til þeirra teljast þær, er hér segir:
Valþjófsstaðarkirkja, Heydala, Bjarnaness, Eyvindarhóla, Há-
teigs, Langholts, Kópavogs, Húsafells, Reykhóla, Breiðuvíkur,
Hólmavíkur, Efra-Núps, Höskuldsstaða, Hofsóss, Reykjahlíðar
og Flateyjar á Skjálfanda. Kvenfélag Garðahrepps vinnur að
því með miklum dugnaði undir forystu frú Ástu Björnsson að
endurreisa Garðakirkju.
Byggingarnefnd Hallgrímskirkju í Reykjavík, skipuð af hlut-
aðeigandi söfnuði, bæ og ríki, hefir haldið ýmsa fundi og gjört
kostnaðaráætlanir. Virðist það vera einna tiltækilegast, að sam-
in verði og sett lög um byggingu Hallgrímskirkju í Reykjavík,
þar sem tryggður verði nokkur árlegur styrkur til verksins.
En það hlýtur að standa yfir í mörg ár, jafnvel áratugi. Væri
ekkert undarlegt né óeðlilegt við það.
Ennfremur er rétt að geta þess, að áformað er að reisa sem
fyrst kirkju í Hveragerði. Forstjóri elliheimilisins þar og í
Reykjavík, Gísli Sigurbjörnsson, er aðalhvatamaður og hefir
þegar lagt til ágæta lóð undir kirkjuna.
Mikill og fagur klukkuturn hefir verið reistur í kirkjugarð-
inum að Görðum á Akranesi. Gjörði sóknarpresturinn, séra
Jón Guðjónsson, uppdráttinn. Turn þenna vígði ég að kveldi
11. júlí.
Ýmsar kirkjur hafa fengið ágæta aðgerð, svo sem Hvalsnes-
kirkja, Bergsstaðakirkja í Svartárdal, Hjalla, Sauðárkróks og
Seyðisfjarðar.
Byggingu Skálholtskirkju miðar skemmra áleiðis en æski-
legt væri. Veldur því einkum, hve mjög hefir dregið úr fjár-