Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1959, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.07.1959, Blaðsíða 35
KIRKJURITIÐ 321 ingafélag íslands gaf félaginu stórgjöf 15000 kr. Æfifélögum hefir fjölgað um 25, og eru þeir nú orðnir um 100. Ársfélagar um 800. Síðasti Biblíudagur var sunudagurinn 1. febrúar. Minntust prestar þá félagsins í kirkjunum, og námu þá gjafir til þess alls um 12500 kr. Félagið selur nú Biblíur í skrautbandi með gyllingu frá Brezka Biblíufélaginu á 95 kr., og gengur sú sala vel. Enn eru eftir af þeirri útgáfu í Englandi 1700 eintök, og verða þau sem fyrst flutt heim til sölu. I ráði er að láta ljósprenta hina myndskreyttu útgáfu Nýja testamentisins, smækkaða. Ennfremur er ákveðið að hefja á þessu ári þýðingu Nýja testamentisins. Þá hefir þess verið far- ið á leit við dr. Sigurð Nordal prófessor, að hann taki að sér ásamt forseta Biblíufélagsins að fara yfir þýðingu Gamla testa- mentisins frá málfræðilegu sjónarmiði og með samanburði við eldri þýðingar íslenzkar. Félagið hefir gefið eitt eintak af Nýja testamentinu bundnu 1 öll sjúkraherbergi á sjúkradeildum Elliheimila landsins, alls um 100 eintök. Aðalfundur var haldinn 30. apríl. Starf Æskulýðsnefndar þjóðkirkju nnar. Sömu prestar sem áður starfa í æskulýðsnefnd undir forystu séra Braga Friðrikssonar. Hafa sumarbúðir barna verið að Löngumýri síðastliðið sumar og munu einnig verða með líkum hætti nú í sumar. Forstöðu veita séra Bragi Friðriksson og kona hans, frú Katrín Eyjólfsdóttir. Æskulýðsmótin sumarið 1958 þóttu takast vel, og nú verða aftur slík mót á 6 stöðum á landinu. Eru 4 þeirra þegar haldin: í Vatnaskógi og að Laug- arvatni 6.—7. þ. m., að Löngumýri og Laugaskóla 13.—14. júní. En að Núpi í Dýrafirði og Eiðum verða mót 11.—12. júlí að öllu forfallalausu. Nefndin vinnur að því að útbreiða sem mest Æskulýðsblaðið, °g fjölgar kaupendum þess. Það þarf þó að verða betur, því að allur útgáfukostnaður er nú mjög hár. Verið er að undirbúa prentun nýrrar söngbókar æskumanna, °g er verkinu komið nokkuð áleiðis. Valdimar Snævarr sálma- skáld hefir veitt mikla aðstoð við það. 21

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.