Kirkjuritið - 01.07.1959, Blaðsíða 20
Yfirlitsskýrsla biskups.
Eins og á undanförnum prestastefnum mun ég gjöra nokkra
grein fyrir störfum og hag kirkju vorrar á liðnu sýnodusári.
Ber þar hæst lögmœtt biskupskjör og biskupsvígslu hins nýja
biskups íslands, herra Sigurbjarnar Einarssonar, sem vér höf-
um þegar heilsað og boðið velkominn til hinna vandasömu og
ábyrgðarmiklu forystustarfa. Megi þeim fylgja heill og blessun.
Látnir prestar.
Þessir prestar hafa látizt á sýnódusárinu:
Séra Jón Noröfjörö Jóhannessen andaðist 21. júlí kominn
fast að áttræðu, fæddur 6. október 1878. Hann vígðist aðstoðar-
prestur að Kolfreyjustað 20. sept. 1903. Var prestur að Sandfelli
í Öræfum 1905—1912. Að Staðastað 1912—1922. Að Stað í
Steingrímsfirði 1922—1923 og 1929—1941. Að Breiðabólsstað
á Skógarströnd 1923—1929 og 1941—1946. Eftir það hafði hann
um skeið prestsþjónustu á hendi í Mosfellsprestakalli í Gríms-
nesi og Ofanleitisprestakalli í Vestmannaeyjum.
Hann kvæntist 1904 Þuríði Filippusdóttur, bónda í Gufunesi.
Þau eignuðust 3 dætur. Hann missti konu sína 1936.
Séra Jón var skyldurækinn prestur og mjög vel látinn af
söfnuðum sinum. Hann hafði aflað sér nokkurrar þekkingar í
læknisfræði, og kom hún oft að góðum notum. Hann var bjart-
sýnismaður, glaður og reifur, trúr sonur kirkju sinnar.
Séra Björn Stefánsson, prófastur frá Auðkúlu, andaðist 10.
nóvember á 77. aldursári, fæddur 13. marz 1881. Hann vígðist
prestur að Tjörn á Vatnsnesi 6. október 1907 og hélt því presta-
kalli til 1912. Þá varð hann prestur í Garðaprestakalli á Álfta-
nesi og þjónaði þar til fardaga næsta ár. Síðan prestur í eitt ár
í Reynistaðarklaustursprestakalli. Þá í Bergsstaðaprestakalli
1914—21 og loks í Auðkúluprestakalli í 30 ár 1921—1951..
Tuttugu síðustu prestsskaparárin var hann jafnframt prófastur.
Sum árin hafði hann einnig með höndum aukaþjónustu.
Hann kvæntist 1910 Guðrúnu Sigríði Ólafsdóttur, prófasts í
Hjarðarholti, og eignuðust þau 4 börn. Hann missti hana eftir
8 ára sambúð. Árið 1930 kvæntist hann 2. sinni Valgerði Jó-