Kirkjuritið - 01.07.1959, Blaðsíða 42
Séra Helgi prófastur Konráðsson,
Hann átti söguna göfuga sem 111-
ugi, en eins og Grettir féll hann
ekki fyrr en hann hafði lengi barizt
á hnjánum.
Fæddur var hann 24. nóv. 1902 á
Syðra-Vatni í Lýtingsstaðahreppi.
Faðir hans, Konráð bóndi Magnús-
son, af Valadals- og Bólstaðarhlíðar-
ætt. Móðirin, Ingibjörg Hjálmsdótt-
ir, borgfirzk.
Það var auðsætt og auðfundið, að
hann var borinn og barnfæddur í
skauti hinna breiðu, fjallfögru hér-
aða, sem ná frá sjó til jökla. Ilmur
gróðursins, seigla f jalldrapans, reisn
bjarkarinnar, harka steinsins, söngur árinnar, langskyggni víð-
áttunnar, seiður tindsins, hreinleiki jökulsins, hlýindi blæsins,
— allt var þetta í blóði hans og fasi. Hann bar menninguna
með sér, en líka sveitadrenginn í hjarta sér, hvar sem hann fór.
Níu ára missti hann föður sinn, og flutti þá með móður sinni
vestur í Húnavatnssýslu. Engum auð fyrir að fara, — hann
var sonur ekkjunnar, — en fljótt mun hann hafa unnið fyrir
sér, vantaði hvorki til þess viljann né hæfnina. Ungur var hann
í búð hjá Magnúsi frænda sínum á Flögu, sem verzlaði á
Blönduósi. Lipurð hans og ljúfmennska laðaði menn að honum,
og hann eignaðist strax marga kunningja. Hann var líka um
hríð með föðurbróður sínum, séra Jóni Magnússyni frá Mæli-
felli, sem þá bjó í Hamrakoti á Ásum. Sumt mun hafa verið
svipað með þeim, t. d. ljúfmennskan, yfirlætisleysið, margbreyti-
legar gáfur, en fyrst og fremst sjálfgerð góðvild, — manngöfgi-
Séra Jón kenndi honum undir skóla.