Kirkjuritið - 01.07.1959, Blaðsíða 7
Ávarp í Bessastaðakirkju
24. júní 1959.
Sumir sálmarnir í Biblíunni voru ortir og fluttir, þegar kon-
ungar voru smurðir eða krýndir til ríkis, og eru af fræðimönn-
um nefndir konungssálmar. Löngum hafa þjóðirnar séð í höfð-
ingjum sínum tákn lífs síns, hásætið geymdi fjöregg lýðsins,
þar bjó hamingja lands og þjóðar, og ef hún flúði þaðan, var
þjóðargiftan þrotin. Svo litu flestar þjóðir á um lengstan aldur.
Hugmyndir hafa breytzt, konungdæmi á foma vísu er úr
sögunni, forseti nútímalýðveldis er á annan hátt merkisberi
þjóðar en konungar fyrri alda. En allt um það skiptir það
hvert ríki miklu, hvernig æðsta sæti hennar er skipað og
hver þjóð má vissulega enn í dag sjá þar ímynd auðnu sinnar,
sem sá maður er, sem hún hefir þangað kjörið.
En þegar vér lesum konungssálma Biblíunnar, kynnumst
vér ekki aðeins fornum hugmyndum um konungdóm. Þær bæn-
ir, sem ísrael flutti fyrir konungi, fela í sér stefnuskrá, mann-
félagshugsjón. „Guð, veit konungi rétt þinn,“ segir að upphafi
72. sálms, svo að dæmi sé tekið. Réttur Guðs eða réttlæti er á
máli Biblíunnar sá máttur Guðs, sem réttir það, sem er rangt,
skapar rétta menn, sanna menn og þar með rétta, heilbrigða
mannlega háttu. Og hvernig kemur þetta út í pólitískri fram-
kvæmd? í sanngjörnum lögum, árvakri og réttvísri löggæzlu,
öruggu réttarfari. Þjóðhöfðingi og þjóðfélag voru eitt í þá daga.
Bænin fyrir konungi var jafnframt brýning og yfirlýsing um
það, hvernig þjóðin skyldi skipa málum sínum. Það hlýtur að
vekja athygli hvers lesanda þessara fornu sálma, hvílík áherzla
er lögð á það að annast fátæka og bágstadda. Slíkir menn
standa hjarta Guðs nærri, og hann krefst þess, að vel sé fyrir
þeim séð. Fremsta skylda valdhafans er að sjá til með þeim,
sem eiga minnst undir sér, hjálpa þeim, gæta réttar þeirra,
hindra alla rangsleitni, ofbeldi og kúgun.