Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1961, Síða 10

Kirkjuritið - 01.11.1961, Síða 10
392 KIRKJURITIO um smám saman, unz liann væri orð’inn að gagnfræð'a- eða menntaskóla samkvæmt liinu kauadiska fræðslukerfi. Þau vildu fara sínar eigin leiðir. Essie var ekki aðeins dugleg og gáfuð kona. Hún var einnig góð og hrifnæm sál, trygg eins og hjarg. Tengdamóðir liennar var íslenzk, og hafði ekki komið til Kanada fyrr en á fullorðinsárum. Hún liafði aldrei lærl enska tungu. Essie kunni ekki íslenzku. En vinfengið milli þeirra var frábært. Þær skildu livor aðra og höfðu yndi livor af annarrar návist, þótt þær töluðu ekki sama tungumál. Á einni nóttu urðu umskiftin. Og Essie kom til Wynyard með lík mannsins síns einn sólbjartan sumardag. Essie og liið íslenzka tengdafólk hennar báru raunir sínar með þreki og hógværri stillingu trúaðs fólks. Og enn liðu árin. Essie hélt áfram að stunda kennslustarf á sléttunum í Vestur-Canada. En allt í einu fréttist, að liún hefði tekið undarlega ákvörðun. Hún gerðist trúhoði suður í Afríku, — í Norður-Ródesíu, á vegum hinnar Sameinuðu Kanadisku kirkju. Ég liygg að sumir vinir liennar liafi álitið þetta liálf undarlegt uppátæki, og það keniur í Ijós af blaðaviðtali við liana sjálfa, að hún Iiafði engan veginn gert sér ljósar þær ástæður, sem að baki lágu. — „Mig langaði ekkert til Afríku“, sagði hún. En árið 1950 fór ég á heimsþing, sem fjallaði um kristileg uppeldismál, og haldið var í Toronto (í Kanada), og ég fékk mjög mikinn áhuga á þessu. Þegar ég kom aftur til Saskatchewan, tók ég þátt í æskulýðsstarfi, og fann mig kallaöa til að fara til Afríku“. 1 lieilt ár barðist Essie við að þagga niður þessa innri rödd. Og jafnvel eftir að hún var komin til Norður-Ródesíu, gat liún ekki fyllilega komið auga á, hvaða erindi hún ætti. Hún byrjaði á því að kenna við barnaskóla og boða trú meðal afríkanskra kvenna í koparnámuhéraði. En liún var ekki ánægð með sjálfa sig og hálfsá eftir að liafa yfirgefið kennslustarf sitt í Kanada, sem hún hafði liaft mikið ynili af. Þá átti hún tal við prest nokkurn, sem kunnur var að þreki og áhuga. „Vandræðin eru þau“, sagði hún, „að ég er að vinna verk, sem afríkanskar konur ættu sjálfar að inna af hendi. Við þurfum einhvers konar skóla, þar sem þær geta fengið æfingu“. „Ef það er þetta, sem þér þurfið“, anzaði klerkur. „Hvers vegna eruð þér þá að tvínóna við að koma því af stað?“ Sain-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.