Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1961, Side 42

Kirkjuritið - 01.11.1961, Side 42
INNLENDAR F R É T T I R Samband Æslculý'ösfélaga kirkjunnar í Hólastifti hélt aðalfund á Siglu- firði 2. og 3. sept. s. 1. Fundinn sátu 9 prestar af félagssvæðinu, 15 unglingar, fulltrúar æskulýðsfélaganna, æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar sr. Ólafur Skúlason og nokkrir gestir, þar á meðal þrír amerískir unglingar, full- trúar frá ungmcnnasamtökum kirkjunnar í Bandaríkjuuum, en þeir dvelja hér árlangt á íslenzkum heimiluin á vegum kirkjunnar, eins og kunnugt er. Fundurinn hófst með því að sunginn var sálmur, en síðan flutti sr. llagnar F. Lárusson, sóknarprestur á Siglufirði, stutla hugleiðingu. Síðau setti formaður sambandsins, sr. Pétur Sigurgeirsson, fundinn og flutti ávarp og skýrslu stjórnarinnar. Minntist liann tveggja manna nýlátinna, sem mikið hafa starfað að cflingu kristilegs starfs um langan aldur, þeirra sr. Friðriks Friðrikssonar og Yaldemars V. Snævars. Vottuðu fundarmenn minningu þeirra virðingu og þökk með því að rísa úr sætuin. Rakti formaður síðan störf stjórnarinnar. Minntist liann æskulýðsdags- ins, sem liann taldi hafa gefið góða raun. Greindi hann frá fermingarharna- mótunum á Laugum í Reykjadal og á Sauðárkróki, einnig sumarmóti á Löngumýri. Tvö æskulýðsfélög hafa verið stofnuð á slarfsárinu. Æskulýðs- félag Sauðárkrókskirkju og Æskulýðsfélag Einarsstaðakirkju í Grenjað- arstaðaprestakalli. Að lokum gat liann þess, að samhandið hefði fest katip á kvikmynd uin líf og starf Alherts Schweitzers, og yrði myndin frumsýnd í samhandi við fundinn, en síðan sýnd víða um land til ágóða fyrir sumar- húðastarfið. Sr. Ólafur Skúlason ávarpaði fundinn og flutti fundinum kveðjur hiskups, fyrrverandi biskups og formauns æskulýðsnefndar. Rakti æskulýðsfulltrúinn helztu liði æskulýðsstarfsins og lagði álicr7,lu á þýðingu þeirra. Var góður rómur gerður að ræðu sr. Ólafs og fögnuðu allir því að liann gat setið fundinn og sagt frá reynslu sinni og gefið góð ráð. Því næst var rætt uin næslu verkefni samhandsins og ýmsar tillögur komu fram, er nefndir fengu til íhugunar Skýrt var frá því, að æskulýðsfulltrúi inyndi koma á foringjanámskeiði í haust og var lagt til að hvert félag reyndi að senda einn fulltrúa á slíkt námskeið. Þá flutti sr. Sigurður Guðmundsson erindi um sumarhúðir og sagði frá því hve langt væri komið undirhúningi sumarhúða við Vestmannsvatn í Aðaldal. Land er fengið og lagður hefur verið vegur á staðinn. Og allar líkur hcuda lil þess að hægt verði að liefja byggingaframkvæmdir á næsta vori. Var mikið rætt um þetta mál og almennur áliugi kom frain um að reyna að fá vinnubúðaflokk næsta suiiiar til að vinna að hyggingu stað- arins. Allsstaðar þar sem leitað hefur verið eftir stuðningi við þetta mál, hafa undirtektir verið á einn veg. Allir vilja greiða fyrir því eftir heztu getu. Landeigeiidur hafa sýnt mikla rausn og velvilja, en laiid þetta er úr Fagranessbæjuin í Aðaldal. Allt slíkt er til þess að örfa og glæða áhuga á

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.