Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1961, Síða 16

Kirkjuritið - 01.11.1961, Síða 16
KIRKJURITIÐ 398 árlega um trúar- og siðfræðileg og uppbyggileg efni. Auk kirkjulegra sagnfræðirita o. s. frv. Nýjar bækur, sem rilaðar eru á ensku og þýzku um þessi efni mega kallast óteljandi. Ég á bér við rithöfunda úr bópi mótmælenda, sem margir eru víðkunnir. Getur það hugsast að þeir eigi ekki lengur neitt erindi til íslenzkra lesenda? Aðeins kaþólskir menn og eink- um indveskir „bálfheimspekingar“ geti sagt oss til vegar i andlegum efnum, svo að nokkru gagni komi? Er þá Biblían ekki lengur grundvöllur kristilegrar fræðslu og leiðbeiningar um rétt líferni? Er allsendis óvíst að Kristur bafi jafn gott að bjóða, bvað þá betra en t. d. Búddba? «>11 trúarbrögð geyma vitanlega mikinn sannleika og sam- anburður þeirra er ákaflega æskilegur, eftir því sem föng eru á. En meðan vér erum almennt jafn lítt fróðir um Nýjatesta- menntið og liöfuðrit vorra eigin keirkjufeðra og annarra kristilegra rithöfunda og vér Islendingar óneitanlega eruni, sýndist skynsamlegra að vér bættum ögn úr þeim ófróðleika áður en vér færum að sökkva oss í annað, sem ólíklegt er að verði oss jafnmikið, livað þá skærara ljós á vegi. Hvað er a móti því að Iiirða gullkornin, sem liggja við bendina og alveg ofan á, áður en farið er að grafa langt niður í þeirri ímynduðu von, að þar gæti verið eittbvað enn meira? Trúboð heicininnar Heiðnin — frumstæðar bvatir og blint bugsunarleysi — rek- ur sitt trúboð leynt og ljóst. Kjarni þess: grimmdin og ,,ómennskan“ — eða öllu lieldur illmennskan er hætt að ganga yfir oss. Vaninn sljófgar. Oss er eiginlega bætt að furða nokk- uð, því að alls konar undur bafa aldrei verið bversdagslegri viðburðir en nú. Tyrkir eru víst „aðeins Múbameðstrúar“. Þess vegna liefur oss ef til vill fundizt minna til um það, bve mikið þeir lögðu sig í líma við að tjarga lífinu í Menderes forsætisráðlierra a dögunum og liressa hann a. m. k. svo við, að bann vrði lieng- iugarbæfur. En slíkar fréttir eru þó einar þeirra, sem auka a siðblindu vora.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.