Kirkjuritið - 01.11.1961, Blaðsíða 27
KIRKJURITIÐ
409
sé hátíðastenmingin, sem hér laði að. Og þar sem kommúnistar,
— í nafni framfaranna, — telja sig gjöra almenningi greiða
með því að venja hann af að lilusta á boðskap kirkjunnar,
þá álíta þeir aftur á móti liagkvæmt að varðveita svo mikið af
ytri formum hátíðleikans, sem unnt er, — alveg greinilega að
kirkjulegri fyrirmynd. Þess vegna er í hinum ungversku leið-
beiningum um framkvæmd socialistiskra hátíðaatliafna lögð
áherzla á, að séð sé fyrir viðhafnarmiklum formum og liátíð-
legum. Þannig er t. d. mælt með blómaskreytingum og org-
anleik.
Það er svo aftur athyglisvert, að þessar tilraunir til að veita
uppbætur fyrir kristnar hugsanir og siði leiða á sinn liátt til
mjög svo borgaralegrar siðvæðingar, eins og t. d. gjörist, þegar
í stað hinna 10 boðorða Móse eru sett önnur 10 lieimatilbúin
kommúnistisk boðorð. Austur-þýzki flokksleiðtoginn, Ulbriclit,
hefur fyrir löngu gjört sína eigin útgáfu af boðorðunum tíu,
og í Ungverjalandi liafa menn ekki viljað standa lionum að
baki. Flokksmálgagnið „Nepszabadsag“ birti svohljóðandi úl-
gáfu:
1. Þú skalt ekki liafa í frammi vinnusvik.
2. Þú skalt ekki hafa vélar ríkisins til einkanota.
3. Þú skalt ekki taka þátt í baktjaldamakki.
4. Þú skalt ekki stuðla að því, að félagar þínir missi vinnu
sína.
5. Þú skalt taka gagnrýni með gleði.
6. Þú skalt ekki leyna aukaskildingum fvrir konu þinni.
7. Þú skalt ekki girnast starf náunga þíns.
8. Þú skalt ekki öfunda þá, sem eru sendir utan, til þess
að vinna störf erlendis.
9. Þú skalt elska yfirmann þinn eins og sjálfan þig.
10. Þú skalt heiðra yfirhoðara þinn, að þú megir lengi vera
í hans þjónustu.
„Hin tíu boðorð socialistiks siðgæðis“, sem Ulbriclit liefur
samið, eru svo aftur miklu róttækari með hvatningum sínum
til að ala börnin upp í anda socialismans, enda þótt í hinni
austur-þýzku útgáfu gæti einnig smáborgaralegra siðgæðis-
sjónarmiða, eins og í þessu „boðorði“: Þú skalt lifa hófsömu
og sómasamlegu lífi og virða fjölskyldu þína). En markmiðið
er liið sama í Ungverjalandi sem í Austur-Þýzkalandi: 1 stað