Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1961, Qupperneq 39

Kirkjuritið - 01.11.1961, Qupperneq 39
KIRKJURITIÐ 421 strax við' fyrstu sýu. Ég er vitanlega engiim listfræðingur. — Nefni aðeins fáeinar af liandahófi af þeim, sem ég hef virt livað oftast fyrir mér enn sem komið er. Júdasarkossinn (6. sálmur). Fótsporið (8. sálmur). Silfurpeningarnir (16. sálm- ur). Pílatusarþvotturinn (28. sálmur). Um skiptin á klæðum Ivrists (36. sálmur). Guð minn, Guð minn! (41. sálmur). — Merkilegt er að erlend kona, þótt orðin sé Islendingur, skyldi verða fyrst til að skrevta Passíusálmana á þennan veg. Um sálmalögin treysti ég mér að segja það eitt, að óliætt mun að þakka Sigurði Þórðarsyni ágætt verk og séra Friðrik A. Friðrikssyni frábæra skrift. Þessi bók er sérstök varða á útgáfuleið Passíusálmanna, en enn munu þeir eiga eftir að koma í ótal myndum um aldirnar, og vera þjóðinni lifandi liiul — lielgur brunnur, í framtíð jafnt og í fortíðinni. ÓMAR FRÁ TÓNSKÁLDS ÆVI. — Eftir Ingólf Kristjánsson. — Aldaminning séra Bjurna I>or- steinssonar. — Útgefandi: Sigluf jar'öarkaup- staSur. Minning sumra manna á skylt við dranginn, sem árin veðra lítt. Svo verður um minning séra Bjarna á Siglufirði. Mér verður hann ógleymanlegur: hár og herðibreiður, tígu- legur og aðsópsmikill. Manna virðulegastur fyrir altari og myndarlegur í stólnum. Röddin sérkennileg og meðferðin á hans eigin tónlagi önnur en hjá nokkrum öðrum. Var af fátækum kominn en virtist aðalborinn. Höfðingi og þjónn Siglufjarðar nærri í hálfa öld. Faðir kaupstaðarins. Sat í útkjálkabrauði, innilokaður mestan hluta ársins alla sína starfsævi. En verk lians háru hróður hans yfir fjöllin, frægð lians flaug yfir sjálft úthafið. Margir prestar liafa að vísu verið líkir forvígismenn sinna safnaða, ef miðað er við kringumstæðurnar. En sára fáir Islendingar lyft jafn einstæðu Grettistaki og séra Bjarni með riti sínu: „íslenzk þjóðlög. Það er einhver merkasta bókin þeirra, sein skráð liafa verið hér- lendis á síðari öldum. Mörg sönglög hans liafa náð almennum vinsældum. Hátíða- söngvar hans hafa í áratugi sett sinn svip á íslenzkan tíðasöng.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.