Kirkjuritið - 01.11.1961, Blaðsíða 38
Bókafregnir
EINSTÆÐ BÓK
PASSÍUSÁLMAR HALLGRÍMS PÉTURSSONAR■
50 teikningar ejtir Barböru Arnason. — Formáli
ejtir herra Sigurbjörn Einarsson, biskup. — Menn-
ingarsjóSur gaf út. — Sálmalög. — SigiirSur ÞórS■
arson safnaSi og raddsetti. FriSrik A. FriSriksson
skrifaSi nóturnar. — Bókaútgáfa Menningarsjóos
1960.
Það' var sjálfsagt að Menningarsjóður annaðist viðhafnar-
útgáfu af Passíusálmunum í tilefni af þriggja alda afmæli
þeirra. 1660 sendi séra Hallgrímur nokkrum vinum sínum þá
í liandriti. 1661 fékk Ragnheiður Brynjólfsdóttir frá honum
eintakið, sem enn er til. Fimm árum síðar voru þeir fyrst prent-
aðir. Síðan liafa þeir verið gefnir út meir cn sextíu sinnuni.
Örfáar bækur í veröldinni munu hafa náð slíku meti nema
Biblían. Engin íslenzk bók önnur er nefnandi í því sambandi.
Engin bók hefur heldur orðið jafnmörgum Islendingum minn-
isstæð og liugfólgin. Megin þorri þeirra hefur heyrt og lesið
þessa sálma, eða sungið þá, kvöld eftir kvöld á föstunni í um
300 ár. Fjölda mörgum hafa þeir bókstaflega fylgt í gröfina,
verið lagðir á brjóst þeirra í kistunni. 1 enga bók hafa þeir
sótt jafnmikla vizku og þrótt að staðaldri. Áhrif þeirra á þjóð-
ina verða aldrei vegin, gildi þeirra fyrir liana aldrei metið
verðuglega.
Ég hefði að vísu kosið þessa viðliafnar-útgáfu fremur í
smærra broti, en slíkt og annað því líkt er smekksatriði. Mestu
varðar að þessi umgerð hinna dýru þjóðargimsteina er óneit-
anlega vegleg. Höfuðnýungin er að sjálfsögðu myndir fru
Barböru Árnason. Þær vekja mikla atliygli og em líka dýr
listaverk. Sumar koma dálítið á óvart, vekja þeim mun meiri
forvitni og umhugsun. Þurfa að venjast. Aðrar lirífa mann