Kirkjuritið - 01.11.1961, Blaðsíða 29
KIRKJURITIÐ
411
að orði komist í útsendingu frá ukraniskri útvarpsstöð, þá
eru jólin, eins og allar trúarlegar liátíðir, skaðleg, því að þau
gefa færi trúarlegum áróðri, sem í eðli sínu er ósamrýmanleg-
ur marxisma og leninisma, — auk þess er það einnig skaðlegt
fyrir framleiðsluna, ef almenningur heldur þessa liátíð með
því að fara í kirkju í stað þess að vinna.
Þess vegna er betra að hvlla Föður Frost lieldur en að til-
biðja litla barnið í jötunni.
Einnig Sovét-kommúnisminn vinnur sem sé markvíst að því
að útvatna og takmarka kirkjulegar hátíðir og siði, af þeirri
einföldxi ástæðu, að Jesús Kristur, eins og segir í handbók fyrir
trúnaðarmenn, er „tilbúin persóna, sem auðvitað hefur aldrei
lifað“. Fyrir jólahátíð orthodoksu kirkjunnar (sem lialdin er
7. jan.) var öllum flokksmeðlimum send áskorun um, að „frelsa
hvern mann, sem enn trúir á Guð, undan áhrifum svefnlyfja
trúarinnar“. Sagt með annarri tilvitnun á „maðurinn að losna
úr viðjum hinna trúarlegu hindurvitna“, og þessi boðskapur
er fluttur af efalausu öryggi, því að eins og sagði í útvarpi
frá Moskvu: „Hinir sovézku jarðhyggjumenn hafa lagt leið
sína út í geiminn, en lieldur ekki þar fannst neinn Guð eða
nein paradís“.
Allt þetta, sem hér liefur verið rakið er ekki nein tilviljana-
kennd barsmíð út í loftið, — hvorki í Sovét-ríkjunum, Ung-
verjalandi eða Austur-Þýzkalandi. Þessi viðleitni á sér aug-
ljósar grundvallarforsendur.
Wolfgang Leonhard, sem sjálfur hefur í Rússlandi fengið
fullkomið Sovét-uppeldi (sem er mjög vel lýst í sænsk-þýddri
bók „Barn byltingarinnar“, gefið út af ,,Tiden“) hefur lýst
þessum forsendum mæta vel, þegar hann segir, að „sovézki
kommúnistaflokkurinn starfi í senn sem kirkja og verksmiðju-
stjórn“, og þessi þörf á að vera mönnum kirkja birtist í öll-
um kommúnistaflokkum.
Þetta að hljóta kommúnistiskt uppeldi er einfaldlega í því
fólgið að læra að sjá h'fið allt og alla atburði með augum
flokksins, því að eins og áður var sagt: „Die Partei liat immer
recht“.
Wolfgang Leonhard lýsir því, hversu það eftir skamma dvöl
á sovézkum flokksskóla, var orðið nemendunum alveg eðlilegt
að skoða t. d. verðhækkanir í auðvaldslöndunum sem ný merki