Kirkjuritið - 01.11.1961, Blaðsíða 14
Pistlar
7 rúvarnarþörf
Á annarri og þriðju öld voru uppi svokallaðir trúvarnar-
menn. Yms rit sumra þeirra eru enn í góðu gildi. T. d. Varnar-
ra’8a Tertullíanusar og frœSari Klemenzar frá Alexandríu.
Barátta þessara manna stóð, þegar kristnin féll enn í lækjuni
en ekki í meginflóði. Kirkjan fremur dreifðir söfnuðir en fast-
mótuð stofnun. Kenningin ókerfisbundin, því að guðfræðing-
arnir — kirkjufeðurnir voru ekki komnir til sögunnar.
Markmið trúvarnarmanna var að færa sönnur á, að kristin
lífsskoðun stæði liinni grísk-rómversku lieimspeki á sporði.
Væri sannari, risli dýpra og liæfist enn liærra. Og hvað’ lífernið
snerti ættu kristnir menn ekki sinn líka, einkum að mannúð
og hreinlífi. Margir þeirra væru Ijós í myrkri.
I raun réttri voru þessir menn framlierjar kristninnar. í
fylkingarhrjósti þess sóknarliðs, sem á undraskömmum tíma
ruddi kristninni til rúms í heimsveldi þátímans, þrátt fyrir
lníðið, fyrirlitninguna og ofsóknirnar, sem hún átti fyrst að
mæta af hálfu tignar- og valdamanna og meginhluta almenn-
ings. Sigurmáttur þeirra fólst í óhugandi sannfæring |>ess, að
þeir liefðu rétt mál að flytja og gætu bent á lifandi dæmi feg-
ursta og bezta mannlífsins.
Nú er kirkjan yfirleitt í varnaraðstöðu. Einnig hérlendis.
Vér þörfnumst skeleggra og kunnáttumikilla trúvarnarmanna.
Staðreyndir kristninnar eru blátt áfram véfengdar af mikluni
þorra fólks: sjálfir höfuðviðburðirnir í ævi Krists. Honum er
ótrúlega oft skipað við lilið sumra goðsagnapersóna, þótt sjálft
tímatalið sé miðað við fæðingu hans, vegna þess að lnin liefur
verið talin marka mestu tímamótin í mannkynssögunni. Og
það er langt komið að snúa páskunum upp í „sporthátíð“, þótt
upprisan sé órækasta svarið við þeirri spurningu, sem fvrr