Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 4
* s Ve R I Ð velkomnir, bræður mínir og; vinir, til prestastefnn þessa árs. Um leið og ég lieilsa yður vil ég einnig senda kveðju stéttar vorrar til þeirra, sem eigi eru bér staddir né liingað kvaddir á fund, en liafa aðstöðu og ábuga til þess að fylgjast með því, sem bér fer fram. Enn að nýju komum vér saman til þess að hugleiða og ræða málefni kirkjunnar, þau er á dagskrá koma að þessu sinni. Þessi árlegu mót liafa löngum verið oss mikilvæg ta^kifæri til þess að bera saman ráð og reynslu, kynnast og samstillast uni mið og mörk í starfi og köllun. Ég vona, að svo reynist einnig að þessu sinni. Vér befjurn störf vor með þökk í buga fyrir tækifærið til samveru og með bæn um ávinning af lienni oss til lianda bverjum og einum og fyrir líf kirkjunnar í landi voru. Ymislegt liefur gerzt í einkalífi vor allra og starfssögu síð- an er vér vorum fyrir ári saman á þessum stað. Hver dagur hefur fært oss silt að böndum, kvaðir og gjafir, uppörvanir og vonbrigði. Hvar eru sporin eftir daganna önn? Hver eru merkin eftir það starfsár, sem nú er liðið? Arin raðast eitt við annað í sögu kirkjunnar og flest þeirra verða lítil fyrir- ferðar í annálum framtíðar. Og flestum af oss mun finnasl dag- arnir lniíga liver í annars far og smáir dropar daglegra við- fangsefna fylla mæli orktx og tíina óðar en dægrum skiptir. Hvar sér þess stað, að stundir komu og fóru og að vér erurn ári eldri ? Hvar sér þess merki, að kirkjan á Islandi liafi bætt einu ári við háan aldur sinn? Þannig má spyrja og nærtækt að spyrja svo liér í dag. En þá kemur annað í liug: Hvað er unnið i beiminum vfirleitt, bvað gerist á þessari jörð? Ef vér mið-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.