Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 10
296 KIRKJURITIÐ ASrar breytingar Allmörg em prestaköllin enn, sem aðeins Iiafa þjónustu ná- grannapresta og má telja lieildaraðstæður í því efni lítt breytt- ar frá því í fyrra. Breytingar á prestsþjónustu, auk þeirra, sem þegar er getið, eru þessar: Sr. Jón Bjarman var skipaður sóknarprestur í Laufáspresta- kalli í S.-Þing. frá 1. jnlí að telja, að uiulan genginni lögmætri kosningu. Hafði liann áður gegnt prestsþjónustu lijá hinu lútherska kirkjufélagi Islendinga í Vesturheimi um þriggja ára skeið. Er vel, að hann er nú lieim kominn og að starfi hér. Veri hann velkominn. Sr. Eiríkur J. Eiríksson, þjóðgarðsvörður, sem verið liefur settur prestur í Þingvallaprestakalli, Árn., hefur nú verið skip- aður sóknarprestur þar, að undan genginni lögmætri kosningu. Einn prófastur var skipaður, sr. Þórarinn Þór á Reykliólum, skipaður prófastur í Barðastrandarprófastsdæmi frá 1. okt. Þrír prófastar voru settir, í N.-Múlaprófastsdæmi sr. Erlendur Sigmundsson, í S.-Múlaprófastsdæmi sr. Trausti Pétursson, í Mýraprófastsdæmi sr. Leó Júlíusson. Lausn fró embœtti Lausn frá embætti liafa fengið: sr. Kári Valsson, er verið hafði prestur í Hrafnseyrarprestakalli frá 1954. Hann er f. 17. júlí 1911, vígðist að afloknu guðfræðiprófi frá Háskóla ís- lands 21. júní 1954. Hann liefur jafnframt prestsskapnum ver- ið barnakennari í Hrafnseyrarprestakalli, en það er kennslu- prestakall. Hann beiddist lausnar frá 1. sept. og var þá jafn- framt skipaður skólastjóri við heimavistarbarnaskólann að Strönd á Rangárvöllum. Ég færi honum þakkir fyrir störfin í prestsstöðu undanfarin ár og bið Iionum góðra heilla í því starfi, sem liann hefur nú tekizt á hendur. Frá 1. sept. n. k. liefur prófasturinn á Húsavík, sr. Friðrik A. FriSriksson, beðizt lausnar frá embætti. Hefur lausnin ver- ið veitt og embættið auglýst til umsóknar. Sr. Friðrik er f. 17. júní 1896 og því 66 ára að aldri. Hann vígðist til prestsþjón- ustu hjá íslenzkum söfnuðum í Kanada 1921 og hefur þannig verið prestur í 41 ár. Hann var skipaður sóknarprestur á Húsa- vík 1936 og prófastur í S.-Þingeyjarprófastsdæini þremur ár- um síðar. Rek ég ekki fjölþætt störf hans frekar hér, en víst

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.