Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 48
Si'ra Jón ÞorvarSarson: Aðalfundur Prestafélags íslands Aðalfundur Prestafélags Islands var halriinn á Þingvollum 20. júní. Var fyrst gengið' í Þingvallakirkju til guðsþjónustn. Séra Eiríkur Eiríksson prédikaði. Fundurinn var lialdinn í Valhöll og settur af formanni félags- ins séra Jakobi Jónssyni. I upphafi fundarins lagði liann fram fjölritaða skýrslu um störf félagsins á síðasta starfsári og gerði grein fyrir fjárhag félagsins og tillögiun stjórnarinnar. Þá flutti séra Jónas Gíslason í Vík erindi um kirkjur og prestakallaskipun fyrr og nú m. fl. Á fundinum var mættur biskup íslands, Sigurbjörn Einars- son; ennfremur Westergárd-Madsen, biskup í Kaupmannaliöfn. Ávarpaði liann fundarmenn nokkrum orðum og liar fram árnaðaróskir. Allmiklar umræður urðu um launamál prestastéttarinnar vegna kjarasamninga opinberra starfsmanna, samkv. lögum frá síðasta alþingi. Þá var og nokkuð rætt um liugsanlegar greiðslur fyrir aukaverk presta, útgáfu Kirkjuritsins m. fl. Úr stjórn áttu að ganga: Sr. Jakob Jónsson, sr. Gunnar Árna- son og sr. Sigurjón Guðjónsson. Voru þeir allir endurkjörnir. Aðrir í stjórninni eru: Sr. Jón Þorvarðarson og sr. Sigurjón Árnason. Varamenn vom kjörnir: Sr. Bjarni Sigurðsson og sr. Magnús Guðjónsson. Um kvöldið var sameiginlegt borðhald fundarmanna og þátttakenda á aðalfundi prestkvennafélagsins, en sá fundur var einnig baldinn á Þingvöllum þennan dag. Aðalræðu kvöldsins flutti sr. Einar Guðnason í Reykholti. Ennfremur töluðu beiðursgestirnir, dr. Ásmundur Guðmunds- son, biskup og dr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup. Frú Álfbeiður Guðmundsdóttir söng einsöng með undirleik dr. Roberts A. Ottóssonar, söngmálastjóra. Samsætinu stjórnaði sr. Jakob Jónsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.