Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 45
KIRKJURITIÐ 331 e^a í stjórnarnefndum nær allra samtaka á meðal lútlierskra manna um heim allan. Hann er menntaður við beztu skóla í Bandaríkjunum ofí stundaði um skeið framlialdsnám í klass- ískum fræðum við háskólann í Aþenu á Grikklandi. Honum hafa verið veittar tuttugu heiðursgráður, og nú síðas veittu Harvard og Princeton háskólarnir honum doktorsnafnbætur. Síðasta samkoma þingsins var guðsþjónusta, sem lialdin var síðdegis sunnudaginn 1. júlí að viðstöddum 4000 manns. Var hinn nýi forseti þá settur formlega í embætti. Tckur hann þannig yfirumsjón þeirra þrjátíu kirkjufélaga, sem mynda Luthersku kirkjuna í Ameríku. Meðlimatala þessarar kirkju verður 3.200.000 (þrjár milljónir og tvö liundruð þúsund inanns); og gerir liún ráð fvrir að verja fimmtíu milljónum dollara lil allra þarfa sinna, heima og erlendis, á næsta fjár- hagsári. Sérstakar kvöldsamkomur voru haldnar alla þingdagana. l'immtíu ungir menn hlutu prestsvígslu eitt kvöldið; öðru Lvöldi var varið til að hlusta á kirkjulega liljómlist; og á hví þriðja var haldin stórveizla fyrir um 5000 manns. Kveðjur voru fluttar frá forseta Bandaríkjanna, forsætisráðlierra Kanada og ýmsum smærri spámönnum. Erindrekar ísl. lút. Kirkjulagsins á þessu þingi voru þeir Arni Josephson frá Glenhoro, Dr. Frank Scribner frá Gimli, Nornian Nelson frá Seattle og sá, sem ritar þessa umsögn. Sister Laufey Olson sat einnig þingið að nokkru í hoði Djákna- félags kirkjunnar. Fannst okkur öllum mikið til um þann ttiikla mannfjölda úr öllum áttum, sem virtist lielgaður mál- stað Krists og kirkju vorrar. Hitt duldist okkur þó ekki, að ehistaklingsins gætir næsta lítið í slíku mannhafi og persónu- ^eg kynni verða lítil á slíkum þingum. Fögnum við því að Vera komnir lieim aflur í fámennið, þar sem margir þekkja °kkur og geta nefnt nöfn okkar, án þess að þurfa fyrst að 8etja upp gleraugu og kíkja á nafnspjald á jakkabarmi. En 'htBegjuefnið mesta er þó fólgið í þeirri meðvitund, að við í htlu söfnuðunum erum umkringdir af slíkum fjölda votta og hræðra á þessu meginlandi, og um heim allan, sem eins og 'ið, eigum einn Drottin og eina trú, og helga tíma sinn og krafta að einhverju leyti málstað hans og stefnuskrá. (Lögberg og Heimskringla).

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.