Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 6
292 KIRKJURITIÐ brigðrar kirkju séu öll eðlileg í liennar augum. Þetta megum vér gera oss ljóst, enda var það einatt áþreifanlegt bæði fyrr og síðar. En þessar staðreyndir eru mál út af fyrir sig. Það, sem ég var að segja, er liitt, að prestar deila kjörum með öðru nýtu og starfandi fólki að því leyti, að dagleg iðja liefur liljótt um sig og telst yfirleitt ekki til sögulegra afbrigða út á við. Og þó er hliðstæðan ekki alger. Hún hrekkur raunar skammt. Það, sem gerist í því, sem við ber, þegar presturinn vinnur, er í leyndum. Ekki aðeins það, sem gerist, þegar liann „geng- ur inn í herbergi sitt og biður föðurinn, sem er í leyndum“ og opnar liuga simi fyrir orði lians, þegar liann m.ö.o. í einrúmi tengir og treystir þann hulda lífsþráð, sem ber allt uppi, sem bann er og megnar. Það er líka margt á dagskrá lians, sem er sýnilegt og meira að segja mjög svo jarðneskt. En þegar prest- ur sinnir sínum margvíslegu verkefnum, er það maðurinn, sein liann er að sinna, mannlegur vandi, stór eða smár, sem þarf að leysa eða greiða, mannleg sál, sem í hlut á, sem Jesús Krist- ur vill snerta, bjálpa og blessa og gefa ríki sitt. Og Guðs ríki kemur ekki svo að á því beri. „Hver er sem veit, nær daggii' drjúpa, livar dafnar fræ. . . . ?“ Ég spurði um sporin á starfs- ferli liðins árs. Var ekki blær himinsins yfir þér á einhverri stundu, sem kom í liljóði og leið lijá eins og aðrar tímans stundir, en skilur eftir eilíft blik í leyndum? Féll ekki orð af vörum þínum, sem gerði bjart í dimmum ranni eða rökkv- uðum buga? Var þér ekki gefið að mæla það við barn, sem búa mun um sig í sálu þess og verða hulin lífsfrjóvgun til æviloka? Áttirðu ekki stund með söfnuði þínum í belgidóini, sem lióf ykkur öll hátt yfir duftið, grómið og liismið? Var ekki bið kyrrláta líf kirkjunnar á Islandi um liðið og liðin ár í líkingu við súrefnið í andrúmsloftinu, sem menn muna ekki eftir sakir þess að það lætur svo lítið yfir sér, og taka ekki verulega eftir fyrr en eitthvað það kemur fvrir, sem minnir á, að það er lífsnauðsyn, má ekki þverra, má ekki, bverfa, því að þá kemur dauðinn? Vér felum Guði gengin spor, biðjum bann að bæta það allt, sem brast á eða brást hjá oss, biðjum bann, að blessa allt, sein liann getur kannast við sem sitt verk. Gefi liann oss öllum nýjan „styrk í kærleik, kraft í trú“.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.