Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 38
KIRKJURITIÐ 324 Við' skulum samt ekki einblína um of á hjálparstofnanir og lialda að allt sé fengið með þeim. Þótt við ættum þær nóg- ar og fullkomnar og sæg af sérmenntuðu og fórnfúsu starfs- fólki, væri þó starfið aldrei nema liálfunnið með því einu. Því ef Drottinn byggir ekki liúsið erfiða smiðirnir til ónýtis, ef Drottinn verndar ekki borgina vakir vörðurinn til ónýtis. Við liöldum að lijálparstarfið sé markið í sjálfu sér. Við liöldum að aðeins ef við fáum bjargað manninum upp iir rennustein- inum inn í þrifalega íbúð sé sigurinn unninn. En það er ekki nema liálfur sigur. Eða livað mun það stoða manninn þótt hann eignist allan heiminn en fyrirgeri sálu sinni? Tilgangurinn á bak við lijálparstarfið hlýtur alltaf að vera sá að lijálpa mann- inum til lifandi, persónulegrar trúar á frelsara hans, Drott- inn Jesúm Krist. Ef það er takmark í sjálfu sér að koma mann- inum á viðurkennda braut í þjóðfélaginu, lijálpa lionum í betra húsnæði eða í lieiðarlega vinnu, livers vegna er þá verið að boða þeim fagnaðarerindið, sem þegar liafa þessi hlunn- indi? Ef við gleymum Kristi í okkar þjóðfélagslega bjálpar- starfi líður ekki á löngu þar lil allt sem þó er byggt upp hryn- ur til grunna. Jurt, sem er skorin frá rót sinni getur ekki lifað, þjóð, sem hefur hafnað Kristi fær ekki staðizt. Verið þið sæl. Væntu niikils af Guði og vogaðu iniklu fyrir liann. — William Carey. Hver er í raun og sannleika helgur inaður? Sá, sem auðveldar öðrum að trúa á Guð. — Ferrot Glover. Guð lætur iðulega smádýrðlingu koinu því í verk, sein hann getur ekki notað þá stóru til. — Lútlier. Sé einhver dýrðlingur sorgbitinn, þá er það sorglegur dýrðlingur. Frans frá Sales.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.