Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 24
310
KIRKJURITIS
Prestastefnan
Hún fór fram með þeim hætti, sem boðaður var í síðasta
liefti, að því undanskildu, að séra Clifton M. Weilie gat ekki
komið. Flutti söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, dr. Róbert A.
Ottóson, skýrslu sína því á þeim tíma, er Weihe var ætlaður.
Miklar umræður urðu um fyrirlestur dr. Westergárd-Nielsen
Kaupmannabafnarbiskups um safnaðaraðstoð (Menigbeds-
pleje), einnig um skýrslu söngmálastjóra. En að sjálfsögðu
mestar um aðalmál synódunnar: kristinn lýðbáskóla. Voru
menn einliuga um, að mál það þyrfti að ganga fram eins og
ályktunin og nefndarskipunin bera með sér.
Tæpt bundrað andlegrar stéttar manna sótti prestastefn-
una, en auk þeirra m. a. Þórarinn Þórarinsson, skólastjóri á
Eiðum, Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri og Gísli Sigurbjörns-
son, forstjóri Ellibeimilisins Grund í Reykjavík.
Ályktanir prestastefnunnar
Prestastefnan ályktar að kjósa sjö manna nefnd, er vinni
næsta ár með biskupi og Ivirkjuráði að þeim verkefnum kirkj-
unnar í skóla- og menntamálum, sem nú knýja á um úrlausn og
framkvæmd. Vill prestastefnan í því sambandi einkum leggja
áberzlu á undirbúning að fyrirbugaðri menntastofnun í Skál-
holti.
/ nefndina voru kjörnir þessir menn:
Sr. Eiríkur J. Eiríksson, þjóðgarðsvörður, Þingvöllum.
Þórarinn Þórarinsson, skólastjóri, Eiðum.
Sr. Jóhann Hannesson, prófessor, Reykjavík.
Sr. Jakob Jónsson, Reykjavík.
Sr. Pétur Sigurgeirsson, Akurevri.
Sr. Jónas Gíslason, Vík í Mýrdal.
Sr. Guðmundur Óli Ólafsson, Torfastöðum.
Prestastefna Islands, lialdin í júní 1962, telur mikla nauð-
syn á því að komið verði upp vistbeimili fvrir ungar stúlkur,
sem lent liafa á villustigum, og lieitir á prestastéttina að veita
því máli stuðning eftir því sem tök eru á. Felur prestastefnan
biskupi að fylgjast með málinu.