Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 8
294 KIRKJURITIÐ Stefaníe Anna Hjaltested, ekkja sr. Bjarna Hjaltested, and- aðist 5. sept. 1961 á attugasta og sjötta aldursári, f. 12. júní 1876. Anna Sigurðardóttir, kona sr. Guðbrands Björnssonar, fyrrv. prófasts, andaðist á nýársdag s. 1., nálega 81 árs, f. 10. jan. 1881. ÁstríSur Jóhannesdóttir, ekkja sr. Magnúsar Þorsteinssonar, lézt 14. febr. s. 1., komin fast að níræðu, f. 27. sept 1874. Ólafía Sigríður Árnadóttir, kona sr. Þórðar Oddgeirssonar, fyrrum prófasts, andaðist 15. marz, 66 ára að aldri, f. 8. maí 1895. Steinunn Pétursdóltir Briem, ekkja sr. Villijálms Briem, lézt 31. maí, hafði tvo um nírætt, f. 3. marz 1870. Þá andaðisl Inger Schiötli ÞórSarson, kona dr. Þóris Þórðar- sonar prófessors, 15. nóv., 37 ára að aldri, f. 24. maí 1925. Minningu þessara merku kvenna heiðrum vér og þökkum lífsstörf þeirra um leið og vér rísum úr sætum. Þá ber oss liér einnig að minnast leikmanna, sem á liðnu ári liafa fallið frá og létu verulega til sín taka um kirkjunn- ar mál. Þar er fyrst að telja Gúslav A. Jónasson, er um langl skeið var skrifstofu- og ráðuneytisstjóri í dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu og prestar liafa um áratugi baft náin samskipti við. Hann andaðist sviplega 13. júlí, löngu farinn að lieilsu, en þreklyndi bans og karlmennska liöfðu vonum lengur varizt uppgjöf. Sakir embættisaðstöðu, vitsmuna og mannkosta máttu tillögur lians sín jafnan mikils og þótl liann léti stundum gusta í orði var góðvilji lians í garð stéltar vorrar og stofnunar marg- reyndur og ótvíræður. Hann var svo gerður, að liann liefði viljað hvers manns vanda leysa og það liygg ég að liann liafi gert í sínum fjölþætta verkahring eftir því sem bann framast mátti. Ég má persónulega vel um það dæma, að kirkjan átti þar drengilegan vin í reynd, sem liann var. Valdimar Snœvarr, fyrrv. skólastjóri, andaðist 18. júlí. Hann var oss prestum bandgenginn og Iiarla kær, enda algeng inis- mæli að kalla liann „síra Valdimar“. Var hann og frá ungunr aldri kirkjunni vígður í liuga sér og kristninni vildi bann vinna og Guðs ríki þjóna með hæfileikum sínum bæði sem kennan, skáld og ötull, ósérplæginn liðsmaður í kirkjulegu starfi. Dr. Mattlúas ÞórSarson, fyrrv. þjóðminjavörður, andaðist 29. des. Sá liógværi, liolli þegn og mikli starfsmaður var trúr og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.