Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 23
KIRKJURITIÐ 309 stefnu er kristin lý&menntun og verður það tekið fyrir hér tnnan stundar. 1 sambandi við það mál vil ég nefna það og Ijúka máli mínu með því, sem telja verður til mikilvægra at- hurða, að þjóðkirkjan er nú í þann veginn að taka að sér húsmæðraskólann á Löngumýri í Skagafirði. Eigandi lians, ungfrú Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastýra, sem af frábærum dugnaði hefur stofnað og starfrækt þennan skóla, liefur nú uýlega áréttað fyrra tilboð sitt um það að afhenda kirkjunni skólann til eignar og umráða með því skilyrði að þar verði áfrant rekinn skóli á kristnum grundvelli. Hefur sá ráðherra, sem skólinn heyrir undir, liæstv. landbúnaðarráðherra, sýnt utálinu skilning og góðvilja og í samráði við hann hef ég og Kirkjuráð fyrir kirkjunnar hönd tekið þessu höfðinglega til- hoði hinnar miklu hugsjónarkonu. Er tryggður sami styrkur til skólans af opinberri liálfu og verið hefur svo að fjárliags- grundvöllur á að vera öruggur. En nú þarf kirkjan öll af fullri alúð að standa saman um þessa stofnun sína og styðja hana til þess að verða kristninni til eflingar og þjóðlífinu til hlessunar. Að svo mæltu læt ég þessu yfirliti lokið. 1 skýrslum þeim, sem hér eru lagðar fram fjölritaðar, liggja fyrir ýmsar stað- reyndir um liina kirkjulegu starfsemi á liðnu ári. öllum, sem lilýtt hafa þessu máli, bið ég góðra stunda. Huð sé oss öllurn náðugur og blessi oss. Góðvild — óskóp virðist það lítilmótlegt heiti, borið saman við hið mikla nafn: kærleikur. En góðvildin er nú sanit skiptimynt kærleikans, sem vér þurfum á að halda til daglegra útgjalda. — Natanael Beskoiv. manneskja er ekki til, sem ekki er unnt að segja eitthvað gott um, 'ér þurfum aðeins að fá oss til að segja það. — Scenskur orSskvi'öur. Eitt er það, sem oss þarf að lærast viðvíkjandi öðrum mönnurn: gildi þeirra fyrir oss og það, hvað vér gildum fyrir þá. — Charlcs Noble.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.