Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 3

Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 3
Sigurður Einarsson í Holti: Kvöldkugleiðing í Holti í myrkrum aldanna, í myrkrum sálnanna vakir vonarstjarna að veðrabaki og skrugguskýja. Þar eygjum vér árdag og öld nýja Fyrir guðs náð. Myrkheimur aldanna, myrkheimur sálnanna brimar sem vetrarsær í brjóstum vorum af heift og harmþunga. — Því erum vér bundinfótur, bundinhönd og bundintunga. í synd. Fótur þráir frelsi, hönd svíður helsi, kirkjukórsöngur —- hugur á sér vængi og sál vor föðurland í útlegð einmanans, allra vor á jörðu með vegleysu frá manni til manns. — En mannssonurinn, Jc gekk þrautasporin hörðu og bar þyrnikrans. Fyrir oss. Eitt gerði Jesús mér. Eitt mun hann gera þér: Finna þig villtan og fyrirgefa þér, segja þig sælan signa þig hólpinn, svifta af þér okinu þunga, bundinfótur, bundinhönd bundintunga. — Síðan ertu frjálsfótur, frjálshönd og fagnandi tunga. Fyrir guðs náð.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.