Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 33
KlRKJUIllTie 319 Uimið er að því að búa drengina undir nýta þátttöku í þjóð- lífinu og sinna þeir ýmsum störfum, leikjum og námi. Alls ^iafa dvalizt þar 57 drengir og af þeim er aðeins vitað um 4, sem aftur liafa gerzt brotlegir við lögin. Þá má nefna Barnaverndarfélög, sem starfa víða um land að ýmsum barnaverndarmálum. Einn aðili enn er svo Hjálparnefnd stúlkna, sem starfar að því að útvega vist á uppeldisbeimilum í Danmörku fyrir ung- ar stúlkur, sem sérlega þurfa þess með. Alls bafa 11 stúlkur verið sendar og hefur árangur oftar orðið góður en slæinur, °ft mjög góður. Nefndin befur nú lieimild til að ráðstafa í 5 l'láss á uppeldislieimilum í Danmörku. Loks er það svo kvenlögreglan, sem reyndar starfar bæði að unglingamálum og fyrir áfengissjúklinga. Hún starfar fyrir kvenfólk á öllum aldri, liefur t. d. afskipti af telpum, sem fremja þjófnaði, stúlkum, sem stunda iðjuleysi og illa hegð- un, koma illa fram á heimilum sínum, stunda útivist, laus- læti og drykkjuskap eða bvern annan ósóma. Hún hefur einn- 'S afskipti af drykkjusjúkum konum á ýmsum aldri og reynd- ar er leitað til kvenlögreglunnar með margvísleg mál, sem ekkert koma lögbrotum við. Tvær konur starfa nú lijá kven- lögreglunni. Að lokum kynnumst við þeim, sem starfa að fangalijálp. Lað er fangabjálpin, sem starfað hefur í 13 ár á vegum Oscars f-lausen. Er það margvísleg aðstoð við sakamenn og er leitast við að forða þeim, sem smáafbrot fremja, frá því að lenda á Litla-Hrauni, enda er fangavist alltaf neyðarúrræði og hefur 8jaldan bætandi ábrif á fangana. Annar aðili er Vernd. Er þar einnig unnið að margvíslegri aðstoð við dæmda menn. Fylgst er með þeim meðan á fang- elsisvistinni stendur og beimili þeirra aðstoðuð ef þurfa þykir. Vernd rekur lieimili að Stýrimannastíg 9 í Revkjavík og eiga mennirnir þar atbvarf eftir að dómsúttekt lýkur. Oft, e. t. v. °ftast er það ofnotkun áfengis, sem veldur afbrotaferli ]>ess- arra manna. Af þessarri upptalningu verður séð, að því fer fjarri að ekkert sé gert. Það liggur jafnvel við að við verðum stolt af bví bvað vel þessum málum er borgið bjá okkur. Það getum yið samt engan veginn, því miður. Flest þessi störf eru unn-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.