Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 20
306 KIRKJURITIÐ leiddi í ljós að kynnu að verða æskilegar. En eigi er enn full- ráðið, livort núverandi sálmabókarnefnd muni starfa áfram að endurskoðun bókarinnar eða bætt kunni að verða mönnum í nefndina, eða í þriðja lagi ný nefnd muni fjalla um það mál“. Það frambald endurskoðunar á Sálmabókinni, sem hér var gert ráð fyrir, hefur ekki orðið bingað til. Þótti Kirkjuráði nauðsynlegt að taka upp þráðinn að nýju og hlutast til um það, að kirkjan fái fullbnna og löggilda sálmabók, þess heldur sem sú bók, sem notuð liefur verið í kirkjunni síðan 1945, ber þess að sjálfsögðu merki, að um bráðabirgðaúrlausn og tillögu er að ræða. Hins vegar er það álit Kirkjuráðs, sem fram kom bæði í umræðum og í ályktuninni sjálfri, að verk nefndarinn- ar, sem skilaði tillögu sinni 1945, liafi í reyndinni í öllum liöfuðatriðum lilotið víðtæka viðurkenningu innan kirkjunnar og að ekki muni óska að vænta um meiri háttar breytingar, enda eru tíðar og stórvægilegar breytingar í þessum efnum ekki æskilegar, nema knýjandi séu. Nefndinni, sem Kirkju- ráð kvaddi til þessa endurskoðunarverks, er þvi markaður grunnur. Segir í ályktuninni: „Skal nefndin miða við það, að efni sálmabókarinnar frá 1945 raskist sem minnst og nýir sálmar verði yfirueitt ekki teknir inn, nema brýn ástæða þyki til“. Að sjálfsögðu mun nefndin leita álits og tillagna presta og annarra áliugamanna og taka öllum góðum ábendingum með þökkum. Nefndina skipa: Sr. Jakob Jónsson, sem einn er á lífi binna þriggja nefndarmanna frá 1939, sr. Sigurjón prófastur Guðjónsson og biskup. Ný útgófa Biblíunnar Þá er á döfinni annað endurskoðunarmál, ennþá yfirgrips- meira. I ]>ví sambandi vil ég að þessu sinni geta um starf Hins ísl. Biblíufélags. Á s. 1. ári gaf félagið út Biblíuna í litlu broti og á þunnum pappír, þ. e. vasaútgáfu, bina fyrstu slíka, sem gefin befur verið út bér á landi. Að vísu er hún prentuð eflir þeim leturplötum, sem félagið keypti fyrir nokkrum árum af Brezka og erl. Biblíufélaginu, og þess vegna er þessi útgáfa um letur, stafsetningu, uppsetningu og alla áferð mjög með sama svip og þær útgáfur Biblíunnar í litlu ])roti, sem vér liöfum liaft langa liríð. Þessi útgáfa er lokaskrefið á þeirri braut, sem íslenzka Biblíufélagið befur verið að feta sig

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.