Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 37
KIRKJURITIÐ 323 heima kvöld eftir kvöld og kemur lieim undir morguu dofin og sljó af eiturlyfjum. Ég bjó ekki þessa sögu til, hún gerðist í raun og veru. Sennilegast hefði sagan ekki orðið svona, ef hér liefði verið til stúlknaheimili, sem tók við henni strax þegar hún var 14 ára. Aldrei verður of oft minnt, á, að það er nauðsynlegt, bráðnauðsynlegt, að taka málin föstum tök- um strax, líta alvarlega fyrstu merkin um óreglu og rétta agandi hjálparliönd. Það er auðséð mál, að svo vanþróuð sem þessi hjálparstarf- semi er hér, geta ekki allir fengið úrlausn á kröfum sínum í einu. Hér er mikið verk að vinna og það verður ekki unnið á ein- um degi. En það sem einum gengur er öðrum fengur. Þetta skilja líka þeir, sem að þessu starfa. Mér finnst flestir þeir, sem ég hef talað við vera sammála um, að nú sé brynust nauð- syn á stúlknaheimili. Það er ómögulegt að segja livað margar stxilkur hér þyrftu á vistun á stúlknaheimili að halda, en árið 1960—’61 hafði kvenlögreglan á skrá hjá sér 82 stúlkur, sem allar hefðu jiurft hælisvist. Atliugið að ég sagði 82, og samt hefur kvenlögreglan ekki skrá yfir Jiær allar. Ég efast ekki um að stúlknalieimili rís hér fyrr eða síðar, en Jiað er von okkar allra, að það verði áður en enn fleiri verða ólæknandi. Það er staðreynd, að af þeim stúlkum, sem voru byrjendur 1 óreglunni fyrir 3—4 árum eru margar orðnar drykkjukonur °g eiturlyfjaneytendur nú, margar enn innan við tvítugt. Al- uienningur trúir jiessu kannske ekki, enda eru Jiessar óham- ingjusömu ungu konur ekki mjög að hafa sig í frammi. Öll þessi mál eru alvarleg. Þau eiga heimtingu á athygli og féttum skilningi almennings og vahlhafa, svo Jiau hvorki séu talin vonlaus og einskis virði, né lieldur að J)au séu álitin alltof einföld og auðvelt að vinna að þeim. Þau krefjast mik- •llar aðgætni, mikillar Jiolinmæöi og mikilla fórna og þau bjóða heim hæði vonbrigðum og gagnrýni, mest gagnrýni ]ieirra, sem minnst þekkja til, en sh'k gagnrýni getur mikið skemmt gott starf, sem e. t. v. er á byrjunarstigi og því enn ekki fengin full reynsla fyrir beztu starfsháttunum. Hér er mikil 'tauðsyn á góðu samstarfi, samstarfi innan Jiess hóps, sem beint vinnur að málunum, og samstarfi þeirra við þá, sem óbeint starfa eins og presta og kennara.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.