Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 12
298 XIRKJURITIÐ Visitasia biskups og utanför Tvö prófastsdæmi visiteraði ég, Rangárvalla- og Árnesspró- fastsdæmi, að tveimur sóknum frátöldum í Árnesprófastsdæmi, sem urðu útundan af óviðráðanlegum orsökum. Alls voru þetta yfir 40 sóknir, sem ég heimsótti, og auk þess 5 stofnanir í Ár- nessýslu, skólar og hæli, þar sem ég prédikaði eða flutti erindi. Prestum og öðrum, sem greiddu för mína og gerðu liana ánægjulega, vil ég flytja þakkir við þetta tækifæri. Kg sótti hiskupafund Norðurlanda, sem haldinn var í Larkkulla á Finnlandi 24.-28. ágúst. Hef ég annars staðar skýrt nokkuð frá þessum fundi og öðrum fundum, sem ég sat í þessari utanför, en hún stóð yfir í tæpar 3 vikur. Útgófustarf 1 kirkjulegri útgáfustarfsemi gerðist fátt nýjunga. Hin sömu hlöð og tímarit komu vit sem áður, Kirkjuritið á vegum Presta- félags Islands, Æskulýðsblaðið á vegum æskulýðsnefndar kirkj- unnar, bæði þessi rit eru styrkt af Kirkjuráði — Bjarmi, Kristi- legl vikuhlað, alhnörg safnaðarhlöð. Bók kom lit um Hrafns- eyrarstað eftir sr. Böðvar Bjarnason. Sr. Sigurður Einarsson gaf út enn nýja Ijóðabók. Sr. Sigurður Pálsson gaf út Messubók, sem liann liefur lengi unnið að. Liggur mikil vinna og þekking að baki þessa verks og má ætla, að prestar og aðrir starfandi menn kirkjunnar kynni sér bókina ýtarlega. Vil ég taka það frani hér, að ég veiti heimild til þess að nota þessa bók í opin- berri þjónustu sem lillögu og í tilrauna skyni. Fundir o. fl. Almennur kirkjufundur var haldinn í Reykjavík í október. Voru þar merk mál á dagskrá og ályktanir gerðar í mikilvæg- um efnum. Kirkjuvikur voru á nokkrum stöðum, ýrnsir fundir og mót kristilegra félaga og samtaka. Kirkjuþingið í Nýju Delhi Á alþjóðaþingi kirkjunnar í Nýju Dellii á Indlandi, sem haldið var seint á liðnu ári, gat íslenzka kirkjan ekki átt neinn fulltrúa, en það þing var án efa mesti kirkjuviðburður ársins, þegar miðað er við hinn stóra lieim. Gerðir þingsins eru enn

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.