Kirkjuritið - 01.07.1962, Page 3

Kirkjuritið - 01.07.1962, Page 3
Sigurður Einarsson í Holti: Kvöldkugleiðing í Holti í myrkrum aldanna, í myrkrum sálnanna vakir vonarstjarna að veðrabaki og skrugguskýja. Þar eygjum vér árdag og öld nýja Fyrir guðs náð. Myrkheimur aldanna, myrkheimur sálnanna brimar sem vetrarsær í brjóstum vorum af heift og harmþunga. — Því erum vér bundinfótur, bundinhönd og bundintunga. í synd. Fótur þráir frelsi, hönd svíður helsi, kirkjukórsöngur —- hugur á sér vængi og sál vor föðurland í útlegð einmanans, allra vor á jörðu með vegleysu frá manni til manns. — En mannssonurinn, Jc gekk þrautasporin hörðu og bar þyrnikrans. Fyrir oss. Eitt gerði Jesús mér. Eitt mun hann gera þér: Finna þig villtan og fyrirgefa þér, segja þig sælan signa þig hólpinn, svifta af þér okinu þunga, bundinfótur, bundinhönd bundintunga. — Síðan ertu frjálsfótur, frjálshönd og fagnandi tunga. Fyrir guðs náð.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.