Kirkjuritið - 01.11.1962, Page 4

Kirkjuritið - 01.11.1962, Page 4
386 KIRKJURITIÐ sáttir. Kaþólska kirkjan telur oss trúvillinga, sem gangi eins og gelgjuskeiðs unglingar á glapstigum. Þó hafa þeir á þinginu því liinu mikla, sem nú um þessar mundir er haldið í Róm, mælzt til þess við mótmælendur, sem og aðrar kirkjudeildir, að þær sendi áheymarfulltrúa í páfagarð á hið virðulega kirkjuþing. Það er því ekki nema vonlegt, að vér evangelisk-lútherskir menn, mótmælendur hins mikla valds páfans, lítum um öxl, gerum samanburð á líðandi stund og hugleiðum framtíð kirkju vorrar. 1 texta mínum er annars vegar vikið að frumhvöt þess, að vér erum það, sem vér erum: evangelisk-lútherskir, og liins vegar varað við þeirri hættu, sem yfir oss vofir: „Til frelsis frelsaði Kristur oss; standið því fastir og látið ekki aftur leggja á yður ánauðarok“. Ég geri fastlega ráð fyrir því, að þessi ritningargrein hljómi í eyrum áheyrnarfulltrúa evangelisk-lútherskra manna á kirkju- þinginu í Róm, ef einliverjir eru. Það var uppreisn gegn ann- arlegu valdi, þótt embætti lieyrði til, sem olli því, að siða- skiptin urðu söguleg staðreynd. Nútímamenning í lýðræðisríkjum frjálsra þjóða á þessari staðreynd mikið að þakka, þó að margt liafi farið á annan veg, en að var stefnt. Hinar margvíslegu kröfur um frelsi í hinum frjálsa heimi byggjast á viðbrögðum mótmælenda á sín- um tíma gegn ofurvaldi páfa. Því furðulegra er, hversu mikið orðspor fer í blöðum og útvarpi af kirkjuþinginu í Róm, en tiltölulega liljótt var um liliðstætt fyrirbrigði í fyrra: Al- kirkjuþingið í Indlandi, þar sem flestar kirkjudeildir, ef ekki allar utan kaþólska kirkjan, áttu fulltrúa og orþodoxir þ. e- grísk-kaþólska kirkjan gekk til samstarfs við alheimssamtök kristinna manna. Ekki er mér grunlaust um, að pólitísk óbeit hafi átt sinn þátt í því, liversu fátt mönnum fannst um þetta. Þar við bætist svo annað, sem virðist vera sameiginlegt ein- kenni samtíðarinnar: hin mikla virðing, sem valdi er sýnd — ekki andlegu valdi, byggðu á orði Guðs, heldur ytra valdi, ýmist vopnum studdu eða venju bundnu. Og þegar vér í dag setjum Kirkjuþing hinnar íslenzku þjóð- kirkju, fer ekki hjá því, að jafnvel vér, þingfulltrúar, förum ofurlítið hjá oss að tala um þing við hlið hins mikla þings

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.