Kirkjuritið - 01.11.1962, Síða 15
KIRKJURITiÐ
397
heyrði ekki í lienni og að í þann tíð óx einmanaleiki bæði
trúaðra og vantrúaðra að sama skapi og aftökurnar margföld-
uðnst með liverjum deginuin, sem leið.
Mér hefur verið skýrt frá því síðar, að fordæmingin hafi
verið kveðin upp. En að það liafi verið í páfabréfsstíl, sem er
næsta óljós. Fordæmingin var sem sé kveðin upp, en menn
skildu hana ekki! Hver finnur ekki, hvað sannarleg fordæm-
ing var í þessu tilviki, eða dylst, að þetta dæmi felur að
nokkru í sér svarið, ef ekki fullt svar, við þeirri spurningu,
er þér beinið til mín. Það sem heimurinn býst við af kristn-
um mönnum er, að þeir, sem kristnir eru, leysi hátt og
skýrt frá skjóðuimi, og lýsi fordæmingu sinni á þann veg, að
þar sé ekkert um að villast, ekki skuggi af efa í liuga hins fá-
fróðasta, livað þá annarra. Að þeir snúi baki við öllum bolla-
leggingum og liorfist í augu við hina blóðstokknu ásýnd sam-
tíðarinnar. Oss vantar flokk, sem er ákveðinn í að skera ekki
utan af hlutunum og skorast ekki undan ábyrgðinni. Þegar
spánskur biskup lýsir blessun sinni á pólitískum aftökum, þá
er hann ekki lengur biskup eða kristinn maður, já, ekki einu
sinni maður: liann er sami hundinginn og sá, sem í krafti
ákveðinna skoðana fyrirskipar slíkar aftökur, án þess að inna
sjálfur skítverkið af liöndum. Ég er einn af þeim, sem bíða
þess enn, að upp rísi flokkur allra þeirra, sem neita að vera
hundingjar og eru reiðubúnir að gjalda það, sem það kostar,
að maðurinn geti orðið annað og meira en liundur.
Þá kem ég að þessu: Hvað geta kristnir menn gert fyrir oss?
Byrjið á því að binda endi á allar innantómar deilur og þá
fyrst og fremst naggið út af bölsýninni. Ég held til dæmis að
Gabriel Marcel væri ráðlegast að gefa upp á bátinn vissar
hugmyndir, sem hann er lieillaður af og hafa leitt liann á villi-
götur. Marcel getur ekki kallað sig lýðræðissinna og samtímis
krafizt þess, að leikrit Sartre sé bannað. Slík afstaða er liverj-
uni manni erfið. Marcel leggur sem sé liug á að verja eilíf lífs-
gildi, svo sem siðprýði og guðleg sannindi mannsins, þegar allt
veltur á að vemda nokkur bráðabirgðargildi, sem leiða til
þess, að Marcel geti einn góðan veðurdag lialdið með liægu
nióti áfram baráttu sinni fyrir þessum eilífu gildum ...
Og svo ennfremur þetta: Með hvaða rétti getur kristinn mað-