Kirkjuritið - 01.11.1962, Blaðsíða 19
KIRKJURITIÐ
401
Þennan agnúann ætti raunar að sníða af með afnámi auka-
verkagreiðslnanna í þeirra núverandi mynd, eins og vikið hef-
ur verið að liér áður, og það oftar en einu sinni.
Erlend reynzla bendir liins vegar ótvírætt til þess að ein-
mennings prestaköllin séu æskilegust, ef unnt er að lialda þeim
uppi. Þar hafa löngum starfað margir prestar við hinar stóru
höfuðkirkjur og liefur það að vísu sína kosti, þegar samstarf
þeirra er með ágætum. En mönnum dylst samt ekki, að ein-
mitt nú er ekki tími hinna miklu kirkjubákna og risastóru
safnaða. Atliuganir manna, bæði á Nnorðurlöndum og í Amer-
íku, leiða í ljós, að einstakir prestar í liæfilega stórum söfnuð-
um njóta sín bezt og hafa mest áhrif. Með því móti kynnast
prestarnir tiltölulega bezt söfnuðum sínum og geta orðið rétt-
nefndari sálnahirðar en ella.
Þá þykir og sannað, að þrátt fyrir alla strætisvagna og bíla-
kost megi ekki fólk eiga of langt til kirkjunnar. Það sé heppi-
legast að kirkjan sé miðdepill í fremur smáu hverfi. Annars
venjast þeir af að sækja hana, sem lengra eiga að fara og meiri
tínia verða að eyða í það.
Þetta og margt fleira er oss skylt að yfirvega nú, þegar höf-
uðstaðurinn þarfnast mikillar prestafjölgunar. Hér, sem ann-
ars staðar skal það vel vanda, sem mikið ríður á og lengi á að
standa. Hagur kirkjunnar er að sjálfsögðu sá, að hver prestur
hafi sem bezt starfsskilyrði til þess að þjóna sem flestum eins
vel og lionum er unnt.
Sérstœtt dœmi
1 sambandi við það, sem segir hér að framan, þykir mér rétt
að geta um nokkra nýlundu í safnaðarinálum, sem á sér stað
1 Englandi. Spölkorn norður af Lundúnum er risin upp smá-
horg, sem heitir Stevenage. Þar búa nú 45 þúsund manns,
eu áætlað að íbúarnir verði 60 þúsundir, eða jafnvel 80, innan
fárra ára. Bænum er skipt í einingar, þannig að sem næst 10
þúsund manns eru í hverju hverfi. Öll borgin er eitt presta-
hall. En kirkjurnar eru þegar sjö og sóknarpresturinn hefur
sjö presta sér til aðstoðar.
Allir prestarnir koma vikulega saman. Ganga fyrst til
aharis, en snæða síðan morgunverð og skipuleggja þá starfið
Klrklurltis — 26