Kirkjuritið - 01.11.1962, Síða 20
KIRKJURITIÐ
402
næstu daga. Þá er ráðið hvar og hvemig liver á sérstaklega að
vinna. Tekið er tillit til þess, hvað hverjum lientar bezt, t. d.
livort liann er einkum vel fallinn til æskulýðsstarfsemi eða
sjúkravitjana, almennra prestsstarfa o. s. frv. Ellefu manna
leikmannaráð, sem byggt er á nokkurs konar kirkjunefndum,
hefur einnig hönd í bagga með allri kirkjustarfseminni. Eins
konar húsvitjanir bæði presta og leikmanna eru eitt af því,
sem mikil rækt er lögð við í þeim tilgangi að draga fólk að
kirkjunum og stofna til kunningsskapar innan liverfanna.
Sá kostur þessa skipulags liggur í augum uppi, að eining
kirkjustarfsins verður auðsæ og margar hendur og hugir eru
þarna samtengd til sameiginlegra átaka. Jafnhliða miðað að
því, að liver starfsmaður njóti sinnar sérhæfni.
Þess vegna er oss einnig skylt að gefa þessu gaum. Ekkert
er meira aðkallandi innan kirkjunnar í dag en endurvakning
safnaðarstarfsins. Hver mun færasta leiðin — það er spurn-
ingin.
Ungt fólk þarf til aS ávinna ungt fólk
Æskulífið er endurspeglun lífernis fullorðna fólksins. En
eins og gengur er sá sjaldan betri, sem eftir liermir. Oss ætti
því að vera það eingöngu liarms- en ekki ásökunarefni, að sja
hversu syndir vor feðranna koma nú sem áður geypilega niður a
börnunum á sumum sviðum.
Að þessu sinni skal aðeins bent á eitt atriði varðandi æsku-
lýðsvandamálin. Oss virðist fæstum nægilega ljóst, liversu ver
— hin eldri kynslóð — eigum óhægt með að kippa því í liS-
inn, sem aflaga fer, vegna þess að unglingamir sjá ekki að ver
liöfum rétt til að banna þeim, það, sem vér fremjum sjálfir-
Né skilja þeir, hvers vegna þeir eiga að feta þær leiðir, sem ver
forðumst að stíga fæti á. Þess vegna er von, að þeir t. d. fal
löngun til að sjá þær kvikmyndir, sem fullorðna fólkið sækir
bezt — þótt þær séu „bannaðar bömum“. Og engin undur, þott
bömin sæki ekki þær samkomur, svo sem guðsþjónustur, sem
foreldrararnir forðast eins og heitan eldinn.
Vér þurfum að skilja, að forystumenn endurbótanna verða
að koma úr röðum æskunnar sjálfrar. Það bezta, sem vér get-
um gert, er að leita uppi unglinga, sem ekki hafa slitnað upp