Kirkjuritið - 01.11.1962, Síða 26

Kirkjuritið - 01.11.1962, Síða 26
408 KIRKJURITIÐ kostlegu breytingar, sem verða í ytra og innra lífi lieimilisins í slíku þjóðfélagi, þá setti mæðrafélagið í þorpi einu í Afríku á svið sjónleik í tilefni árshátíðar félagsins. 1 fyrsta þætti var sýnt fátækt heimili, óhreint og óhirðusamt. Þakið var lekt og eiginmaðurinn þrætti við eiginkonu sína. Heilbrigðisfull- trúinn, sem skipaður var af ríkisstjórninni, birtist á sviðinu og fann mjög að húsinu og gagnrýndi íbúa þess. En það liafði engin áhrif á þá. Þeir liéldu áfram sem fyrr. Næst kom prest- urinn í lieimsókn. Með lionum keniur andi Krists inn á heim- ilið, og liúsbóndinn tekur sinnaskiptum. 1 stað þess að finna að við konu sína eins og hann var alltaf vanur að gera, fer liann nú þegar í stað að hjálpa henni við heimilisstörfin. Heim- ilið gerbreytist og í stað ósamlyndis kemur gleði og friður. í lokaatriði sjónleiksins birtist heilbrigðisfulltrúinn aftur á svið- inu og verður forviða. Hvaða kraftur hafði valdið þessari breyt- ingu á heimilinu, sem hann hafði ekki getað komið til vegar? Ekkert afl í heimi er eins máttugt til að breyta lífi vor mann- anna og liinn kristni andi. Hann getur gert ótrúlegt kraftaverk á lieimilum vorum, sem engar áminningar eða siðaprédikanir geta komið til vegar. Margir eiga ógleymanlegar minningar frá hernskuheimil- unum, og þá ekki livað sízt frá guðræknisstundum á lieimil- unum og kirkjuferðunum. Slíkar minningar hafa orðið mörguni dýrmætt veganesti í lífinu. Biðjum, að lieimili vor mættu einnig einkennast af kristnum anda, svo að þau skapi öllum blessaðar minningar um kristið samfélag og geti veitt helg- andi áhrifum til allra lieimilismanna og gefið þeim gott vega- nesti út í lífið. Um mátt guðræknisiðkana á íslenzkum heimilum til að gera kraftaverk í mannlegu lífi og samfélagi og skapa anda friðar og fyrirgefningar í heimilislífinu, vitnar Guð- mundur Hjaltason, hinn kunni alþýðufræðari á sinni tíð, a þessa leið: „Ég er viss um, að heimili þetta (þ. e. æskuheiniih höfundar), hefði verið lakara, ef guðræknina liefði vantað þar. Mannelskuverkin liefðu þá orðið færri, og ósamlyndið harðara og varanlegra. Og ég sjálfur hefði orðið margfallt verri maður en ég þó varð. Guðræknin bæði blíðkaði og stillti skapsmuni mína og sjálfsagt margra annarra þar um slóðir • „Þegar öll guðrækni er frá, þá er siðgæðinu hætt, livað sem liver segir“.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.