Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1962, Qupperneq 28

Kirkjuritið - 01.11.1962, Qupperneq 28
410 KIRKJURITIÐ nægjandi. Það er tvímælalaust rétt stefna, sem tekin hefur verið hin síðari árin að reisa safnaðarheimili í sambandi við kirkjunnar, a. m. k. í þéttbýli. Ef kirkjan ætlar að sinna lilut- verki sínu fyrir hina uppvaxandi kynslóð, þá verður hún að vera í æ ríkari mæli lieimili fyrir hina stóm fjölskyldu Guðs barna, þar sem menn finna, að þeir eni velkomnir, ekki að- eins til messunnar á sunnudögum, heldur oft endranær. Ekki má þó líta svo á, að kirkjan komi í stað heimilanna, heldur er kirkjan byggð upp af heimilum. Hvert lieimili á að vera eins og sella í líkama liinnar stóru fjölskyldu kirkjunnar. Hjá hinni kristnu fjölskyldu logar arineldur kristindómsins meðal hverrar kynslóðai. En hin kristna fjölskylda lifir ekki einangr- uð, lieldur í samfélagi annarra kristinna fjölskyldna og ein- staklinga í kirkjunni. Það er falleg sjón að sjá fólk koma til kirkjunnar á helgum dögum. Og ekki viljum vér láta böm og unglinga vanta í þann lióp. Það er kannski erfitt að koma því við í sveitunum, að fjölskyldan komi saman til messunnar, en slíkt er auðvitað æskilegt. Snemma ætti að byrja á því að venja börnin við kirkjuferðir. Ekki fer vel á því, að þau séu ein síns liðs, eins og stnndum á sér stað, a. m. k. í þéttbýli, því að þau gætu valdið tmflun í kirkjunni. Ef lítil börn valda truflun í messu, á að fara með þau út, en slíkt heyrir til undan- tekninga og fer fljótt af. Vér helgum ýmsa sunnudaga sérstökum stéttum og málefn- um, svo sem sjómannadag, æskidýðsdag og biblíudag, en vér þyrftum að hafa ákveðinn sunnudag á liverju ári, sem kalla mætti sunnudag fjölskyldunnar eða sunnudag lieimilanna til að minna fjölskylduna á að koma í kirkju saman. Kirkjan á Indlandi heldur dag hins kristna heimilis hátíðlegan á þennan hátt: Kristnar fjölskyldur fara til kirkjunnar, þegar dimmt er orðið og bíða þar í myrkrinu, þannig að liver fjölskylda situr út af fyrir 6Íg, þangað til allir eru komnir. Þá er kveikt ljós á altarinu, en það er ímynd Krists, sem er Ijós heimsins. Hinir kristnu lofa Guð sameiginlega fyrir ljósið, sem liann hefur veitt þeim í Kristi, og biðja fyrir heimilunum og kirkj- unni. Þegar messunni er lokið, kveikir liver fjölskyldufaðir á litlum lampa við Ijós Krists á altarinu. Síðan ganga allir liinir kristnu syngjandi í helgigöngu til liins fyrsta kristna lieim- ilis. Heimilisfaðirinn fer inn og kveikir í skyndi á kertum um

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.