Kirkjuritið - 01.11.1962, Síða 39
Clfur Ragnarsson:
Vísindin um veginn
„Steinninn, sem smiðirnir höfnuðu, sd hinn sami
er orðinn að hyrningarsteini".
Haustið 1960 dvaldist ég um skeið í Ziirich, í því skyni að
kynna mér sálfræði þá, sem oftast er kennd við svissneska
sálfræðinginn dr. Jung. Því miður gafst mér ekki færi á að
hitta hann sjálfan, vegna þess að liann var þá sjúklingur. Áhugi
minn á þessum efnum var m. a. af því sprottinn, að mér virtist
svo sem þarna væri á ferðinni vísindaleg lausn á því vanda-
máli, sem veröldin á við að stríða vegna þess, að hjartað hefur
orðið viðskila við heilann, brjóstvitið dottið úr sambandi við
höfuðvitið. Þetta kemur fram í því, að höfuðið verður fullt af
ís, þó að lijartað sé fullt af eldi. Þetta virtist þeim vitra manni,
Ben Gúrion einkenna Islendinga. Þeir eru þjóð elds og ísa,
dýrka ísinn, þegar þeir eru allsgáðir, en eldinn þegar þeir eru
fullir. Þeir liafa tiltölulega skynsamlega ástæðu til að drekka
sig fulla og liaga sér eins og fífl öðru livoru. Það forðar þeim
frá því að frjósa í hel og drepa sjálfa sig og aðra úr leiðindum.
Samt er þarna engin raunveruleg lausn á vandamálinu. Það
yar sem sagt skynsamleg lausn á þessum vanda, sem ég var á
hnotskóg eftir suður í Sviss. Trúarbrögðin hafa að vísu ætíð
lialdið því fram, að lausnin væri í höndum þeirra, og það mun
satt vera að vissu marki. En ísfull liöfuð eru ekki betri en ís-
fullir firðir. Isiim lokar lífsbjörgina úti.
Meginþættir mannlegrar vitundar eru tveir: innsæi og greind.
Innsæið finnur á sér, skynjar beint. Það veit og það trúir, en
getur ekki ætíð fundið rökin fyrir vitneskju sinni og trú. Þeg-
ar efinn spyr: Hvers vegna? nægir lionum ekki svarið: „Það
hara er svona“, enda vill reynast stopult að treysta innsæinu
einu saman, ef greindin er ekki með í förinni. Það er greind-
ln, sem sundurgreinir og leitar að rökrænu samliengi í öllu.