Kirkjuritið - 01.11.1962, Side 44
426
KIRKJURITIÐ
gengið til móts við óskir, sem virðast vera all-almennar nú.
2) Hinu erfiða húsmæðranámi er deilt niður á tvo vetur, og
yrði liinum ungu stúlkum því síður ofgert með líkamsvinnu.
3) Jafnframt liúsmæðranáminu gefst tóm til að sinna nokkr-
um námsgreinum gagnfræðastigsins og leggja áherzlu á kristi-
leg og þjóðleg fræði, þar á meðal bókmenntir.
Aðsókn að skólanum í þessu nýja formi var meiri en svo
að unnt væri að fullnægja öllum umsóknum, og varð að neita
all-mörgum um skólavist.
Af lieilsufarsástæðum liefur frk. Ingibjörg ákveðið að taka
sér frí frá störfum um eins árs skeið, og hefur frk. Lilja Krist-
jánsdóttir verið sett forstöðukona skólans þetta skólaár. Auk
hennar verða kennarar í vetur: Björg Jóhannesdóttir, kennir
saum, Jóhanna Björnsdóttir, matreiðslukennari og Ingrid
Holmgárd, sænskur vefnaðarkennari.
Skólasetning fór fram að Löngumýri sunnudaginn 14. októ-
ber s.l. að viðstöddum nemendum og gestum.
Var setningarathöfnin hin hátíðlegasta með sálmasöng og
ræðuhöldum. Ræður fluttu: Frk. Ingibjörg Jóliannsdóttir, Jó-
hann Salberg Guðmundsson, sýslumaður Skagfirðinga, og séra
Ingólfur Ástmarsson, biskupsritari.
Hinn nýi skólastjóri, Lilja Kristjánsdóttir, flutti setningar-
ræðuna, ávarpaði nemendur og sagði skólann settan.
Allir viðstaddir nutu ánægjulegrar samverustundar við góð-
ar veitingar.
Skólanefnd skipa: Frk. Ingibjörg Jóhannsdóttir, Jóhann Sal-
herg Guðmundsson, sýslumaður, og séra Ingólfur Ástmarsson,
biskupsritari, sem er formaður nefndarinnar.
Allt, sem ég hef séð, knýr mig til að treysta skaparanum í öllu því,
sem ég hef ekki séð. — Emerson.
Blóm eru orð, sem jafnvel börnin geta skilið. — Coxe.
&
Þroskuðustu ávextirnir falla fyrstir. — Shapespeare.