Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1962, Qupperneq 49

Kirkjuritið - 01.11.1962, Qupperneq 49
KIRKJURITIÐ 431 Kirkju er fyrst getið að Setbergi í skrá Páls biskups lónssonar frá því uin 1200 uni kirkjur þær í Skálholtsbiskupdæmi, sem presta þarf til. Lengi voru tvær kirkjur í Eyrarsveit, og var önnur á Öndverðareyri, síðar Hall- bjarnareyri, en sú kirkja var lögð niður 1563. Síðan befur Setbergskirkja verið eina sóknarkirkjan í Eyrarsveit. Nú er í byggingu ný kirkja í Graf- arnesi fyrir botni Grundarfjarðar, og er sú kirkja orðin fokheld. Kirkjan, sem nú er á Setbergi, var reist 1892, af þáverandi 6Óknarpresti, séra Jens V. Hjaltalín. Hún var vigð af héraðsprófastinum, séra Eiríki Kúld, 16. október um haustið. Kirkjan er lítil og turnlaus, en injög við- kunnanlegt guðshús, og liefur verið vel viðhaldið. Nú síðast hefur hún hlotið allmikla aðgerð fyrir sjötugs afmælið. 1 8Óknarnefnd Setbergskirkju eru nú Finnur Sveinbjörnsson Grafarnesi, sem hefur verið formaður sóknarnefndar í 37 ár, Gunnar Guðmundsson, Akurtröðum og Kristján Jónsson, Eiði. Magnús GuSmundsson, Setbergi. Héraðsfundur Húnavatnsprójastdœmis. — Sunnudaginn 30. septeniber var héraðsfundur Húnavatnsprófastdæmis haldinn í Hólaneskirkju á Skaga- strönd. — Hófst hann með messugjörð. Fyrir altari þjónaði séra Pétur Ingjaldsson á Höskuldsstöðum, en predikun flutti séra Jón Kr. ísfeld, prest- ur í Æsustaðaprestakalli. Söngflokkur kirkjunnar, undir stjórn Páls Jóns- sonar skólastjóra, söng. Sex prestar sóttu fundinn og sex safnaðarfulltrúar, auk annarra kirkju- gesta. Að lokinni messugjörð flutti prófastur séra Þorsteinn B. Gíslason í Steinnesi, yfirlitsræðu um kirkjulega atburði. Minntist hann auk látinna presta, þeirra Björns Björnssonar á Hvamms- tanga, er um langt skeið var kirkju-organleikari og mikill áhugainaður um safnaðarsöng, einnig safnaðarfulltrúi um fjölda ára. Björns Rögnvaldssonar, er um langt árabil var eftirlitsmaður prests- setra, og minntist velvilja lians í þágu stéttarinnar. Eitt prestakall er laust, Breiðabólstaður í Vestur-liópi. Smíði nýrrar kirkju má segja lokið á Höskuldsstöðuin og gagnger við- gerð á kirkjunni á Breiðabólastað í Vestur-hópi er að hefjast. Kirkjukórainót var haldið 1. apríl á Blönduósi og var fjölsótt, og þótti vel takast. Stjórnaði því Kjartan Jóhannesson frá Stóra-Núpi, er undanfarna vetur hefur haldið námskeið með kirkjukórum í Húnaþingi. Að lokinni ræðu prófasts flutti séra Jón Kr. ísfeld erindi, er haiiu nefndi: Sanistarf presta og safnaða. Var það erindi hið bezta, góð hugvekja um þjóðlífið og safnaðarlíf nú á dögum. Urðu um erindið umræður.. Þá vakti prófastur máls á því, livort tímabært væri eigi að hafa kirkju- ^ega í kauptúnum Húnaþings, er helgaðir væru kristindómsmálum. Var samþykkt að reyna það á komandi vetri, og nefnd kosin því til fram- gangs. í fundarlok flutti prófastur hugleiðingu og bæn. Fundarmenn þágu síðdegiskaffi í boði sóknarnefndar Hólanesskirkju og kvöldverð á Hö- skuldsstöðum í boði prestshjónanna. — P. J.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.