Kirkjuritið - 01.02.1964, Síða 10

Kirkjuritið - 01.02.1964, Síða 10
56 KIRKJtlRITIÐ við fengum til happdrættis, þurfti að standa autt stuttan tíma. Og menn, sem áreiðanlega spöruðu ekki liúsnæðið við sjálfan sig, reyndu að læða því inn hjá fátæklingum borgarinnar, að bygging kirkjunnar stæði í vegi fyrir því, að þeir fengju liús- næði. Meira að segja lítil börn, sem fóru út til að selja merki fyrir kvenfélag kirkjunnar, komu grátandi lieim eftir þær kveðj- ur, sem lærisveinar ofstækismannanna böfðu sent þeim, er þau knúðu dyra — á liúsum, sem ekki liöfðu á sér neitt bragga- lag. Þrátt fyrir ofsóknir og árásir hefur verkinu þokað áfram stig af stigi. Skilningurinn á skyldum borgar og ríkis gagn- vart Hallgrímskirkju hefur stórum aukizt liin síðari ár. Og jafnvel útlendir menn liafa lýst sig viljuga til þess að leggja stein í bygginguna. Mér bálf hnykkti við, er ég lieyrði fyrrver- andi sendiherra titvarpa skensi til hinnar sænsku deildar lúth- erska heimssambandsins og leggja aðstoð þess út á verra veg. Ég bef í mínum barnaskap haldið, að sendilierrar liefðu æfingu í því að glæða skilning en ekki misskilning þjóða á milli. Mér finnst þetta út af fyrir sig ærin ástæða til þess, að borin væri fram afsökun gagnvart heimssambandinu fyrir slíkri ókurteisi. Vona ég, að livað sem afflutt kann að vera fyrir innlendum mönnurn í þessu efni, fái útlendir vinir íslenzku kirkjunnar að vera í friði fyrir áreitni og getsökum. Nóg er samt. Hér læt ég staðar numið. Á þessu ári eru liðin 350 ár frá fæð- ingu séra Hallgríms Péturssonar. Hann lifði á einbverjum mestu eymdar- og kúgunartímum, er íslenzka þjóðin hefur orðið að þola. En Hallgrímur var einn þeirra, sem baldið befur við krist- inni menningu landsins. Sá minnisvarði, sem þjóðin kennir við nafn lians, hefur gildi fyrir líf bennar á komandi öldum — og því er ég sannfærður um, að jafnvel sú andstaða, er Hallgríms- kirkja fær, mun verða til þess að styrkja álmga landsmanna á þessu þýðingarmiklu verki. Eftirprcntun bönnuS. Kápumyndin er uj kirkjunni í Möörudal á Fjöllum. Jón Aöalsl. bóndi Stef- ánsson reisti hana fyrir um þaö bil hálfum oörum áratug. Er hún tákn þess hugar og framkvœmdarafls, sem frá siöbót og alll til þessa dags hefur staö- iö aö baki nœstum allra kirknabygginga á íslandi. J

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.