Kirkjuritið - 01.02.1964, Blaðsíða 32
78
KiRKjuniTin
staðar treglega að fá sóknarnefndir til þess að leggja á slík
gjöld, enda þótt mikið hafi áunnizt í því efni á síðari árum.
8. 1 27. gr. laganna eru ákvæði um kirkjugarðasjóð. Tekjur
lians eru 5% af álögðum kirkjugarðsgjöldum og ennfremur kr.
100.000,00 árlegt framlag ríkissjóðs um næstu 20 ár. I þessum
sjóði ávaxta og kirkjugarðsstjórnir fé kirkjugarðanna, eftir því
sem þeim þykir lienta. Úr sjóði þessum skal veita lán til girð-
inga og fegrunar kirkjugarða allt að % kostnaðar, svo og til
að setja minnismerki þar, sem verið liafa kirkjugarðar, kirkj-
ur eða bænhús að fornu. Ennfremur má til þessa veita styrki
úr sjóðnum, ef stjóðsstjórn þykir sérstök ástæða til.
9. Upptaka nýrra heimagrafreita er bönnuð með öllu.
10. Skýrari ákvæði en áður eru um niðurlagningu kirkju-
garða og lieimagrafreita, sérstaka grafreiti utan-þjóðkirkju-
safnaða, tilfærslu og flutning líka o. fl.
Þessi lög liafa verið alllengi í deiglunni og gengið í gegn um
marga hreinsunarelda. A þeirri leið hefur fruinvarpið tekið
ýmsum breytingum frá því það var upphaflega samið, sumum
til bóta, en öðrum, sem mjög orka tvímælis. Frumvarp til nýrra
kirkjugarðalaga var samið árið 1956 af nefnd, sem kirkjumála-
ráðherra skipaði árið áður til þess að endurskoða gildandi lög
og tilskipanir um málefni kirkjunnar. Voru skipaðir í nefnd-
ina þeir próf. Ásmundur Guðmundsson þáverandi biskup, Gúst-
av A. Jónasson ráðuneytisstjóri kirkjumálaráðuneytisins og
undirritaður umsjóna: maður kirkjugarða, sem fór utan til þess
að kynna sér skipulag og rekstur kirkjugarða og löggjöf urn
þau efni á Norðurlöndum. Var liöfð hliðsjón af þeim lögum
við samningu frumvarpsins, að svo miklu leyti sem lienta þótti
liér á landi. Þetta frumvarp var síðan lagt fyrir Alþingi 1957—
’58, en vatð ekki útrætt. Það mun einnig liafa legið fyrir kirkju-
þingi tvisvar eða þrisvar og einnig leitað um það álits presta,
safnaðarfunda og sóknarnefnda.
Þær meginbreytingar, sem gerðar voru á frumvarpinu, eins
og nefndin gekk frá því upphaflega og eins og það var lagt
fyrir Alþingi 1957—’58, snerta kirkjugarðssjóðinn. Hljóta þær
breytingar að verða til þess að larna verulega getu þessa sjóðs
til þess að gegna því mikilvæga hlutverki, sem honum er ætlað
og um leið að torvelda jmð, sem Jió var megintilgangur laganna,
að hrinda af stað myndarlegu og sterku átaki til jiess að liefja